Saga - 1987, Page 261
RITFREGNIR
259
Oakob Benediktsson, Rvk. 1986), og ekki má gleyma faröabók Árna og Páls.
Nokkrar bækur sigla bil beggja, t.d. Ferðabók Sveins Pálssonar og Ferðabók
Eggerts og Bjarna. Með framansögðu er ekki verið að gera lítið úr verki
þeirra manna sem sáu um útgáfu bókanna sem oft er makalaust nostur.
En oft læðist að manni sá grunur að mikilvægur þáttur á bak við útgáfuna
sé sá gamli fjandi gróðinn og fremur sú viðleitni að fylla hillur en fræði-
mennska.
A 18. og 19. öld skall á flóðbylgja manna sem voru eins konar „túristar"
þess tíma. Ríkir menn eða styrktir fræðimenn sem komu til þessarar frum-
stæðu eyjar til að kynnast skringilegu mannlífi og feta í fótspor íslendinga-
sagnahetjanna.
Einn þeirra sem gjarnan telst meðai hinna merkilegri í þessum flokki var
Peter Erasmus Kristian Kðlund, prestssonur af Lálandi, mag. art. í norrænum
fræðum og sérlegur áhugamaður um íslensk fræði. Hann ferðaðist um ísland
á árunum 1872 til 1874 og leitaði uppi alla staði sem honum þóttu markverðir
og tengdust íslendingasögunum. Um ferðir sínar gaf hann út bækur í tveim-
ur bindum er nefndust Bidrag til en historisk - topografisk beskrivelse af Island og
komu út árin 1877 til 1882.
Bækurnar eru um 1200 blaðsíður, myndlausar - sem þætti ekki góð latína
í dag - en með kortum af hverri sýslu. Efni þeirra er því ferðalýsing, tengd
íslendingasögum, þar sem sögurnar og atburðarás þeirra ráða ferðinni. Segja
má að atburðir eftir 1260 tengist næsta lítið efni bókanna. Þetta efni þótti
merkilegt á sínum tíma og enn í dag þykir fræðimönnum ástæða til að fletta
upp því sem Kálund var að huga að því oft má finna tilvísanir í staðfræði og
hugmyndir sem hafa horfið síðan um 1870. Bækurnar eru á hinn bóginn ekki
þær merkilegustu í hópi slíkra ferðabóka og er mun meira tilhlökkunarefni
sú staðreynd að verið er að vinna að útgáfu á bók Daniels Bruun, Fortidsminder
°g nutidshjem paa lsland (Kbh. 1928) enda var hugmyndafræði hans mun
öflugri og hafði verulega djúpstæð áhrif sem um margt standa óhögguð í
dag. Þá vann Bruun mikið af myndum og teikningum sem eru ómetanlegar
samtímalýsingar á landi og þjóð. Þær eru lykill að nánustu fortíð okkar sem
fólk deyr óðum frá í því andvaraleysi sem við sýnum henni.
Alla slíka vinnu vantar hjá Kálund. Þar með er ekki sagt að bækurnar séu
ónýtar. Þær eru um margt grundvallarrit hvað varðar staðfræði íslendinga-
sagna, ekki síst fyrir þá sem taka þær mjög bókstaflega. Ferð Kálunds stjórn-
aðist af atburðum íslendingasagna. Hann hafði jafnan einhverja þeirra með
sér, rétt eins og aðrir hefðu Vegahandbókina. í Hvalfirði er það Flarðar saga og
* Eyjafirði Víga-Glúms saga. Sögualdarsérhyggja Kálunds verður þó oft til
hafala og dregur mjög úr gildi þessara bóka fyrir samtímann. í II. bindi fer
Kálund um Arnarfjörð og staldrar vitanlega við á Eyri - Hrafnseyri. Kemur
svo allgóð lýsing á öllu sem snerti Hrafn Sveinbjarnarson. Að hinu leyti er
kaflinn um Dýrafjörð helgaður Gísla sögu (II, bls. 169-175). Sama gildir um
Skutulsfjörð. Sagan af feðgunum Jóni og Jóni sem Jón þumlungur lét brenna
(sbr. Píslarsögu síra fóns Magnússonar), fær ekki athygli, enda urðu þeir
atburðir á 17. öld.