Saga - 1987, Blaðsíða 262
260
RITFREGNIR
Pessi vitund dregur úr fræðilegu gildi bókanna í huga lesanda. Fallegar
ferða- og staðalýsingar eru á hinn bóginn oftast þesslegar að vel má treysta.
Meðal þess besta fyrir samtíma okkar eru lýsingar á Reykjavík (I) áttunda
áratugar 19. aldar. Þá er Pingvallakaflinn mjög magnaður (I) þar sem Kálund
gekk í berhögg við hugmynd Sigurðar Vigfússonar og annarra helstu
fræðimanna hérlendis um staðsetningu Lögbergs. Hin viðtekna skoðun var
að Lögberg hefði verið á Spönginni svonefndu, en Kálund hélt því fram að
það gæti ekki verið, heldur hefði Lögberg verið á austurbarmi Almannagjár.
Sú hugmynd fékk svo byr undir vængi hjá Guðbrandi Vigfússsyni og síðar
Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði.
Ekki má gleyma því að Kálund yfirsást um margt - kannski fleira en hann
sá. Hann vann nefnilega samviskusamlega út frá þeirri hugmyndafræði sem
ríkti á 19. öld að samfélag sögualdar hafi verið sælureitur jafningja þar sem
lýðræði og frelsi ríktu svo ekki sé talað um glæsileikann. Hann horfði á
ísland 19. aldar en sá söguöld.
Að þessu útskýrðu er rétt að athuga hina íslensku gerð verksins. Mér
finnst ekki hæfa að fjalla nánar um texta Kálunds sem slikan, það var gert á
19. öld og stendur einungis í því samhengi sem þá gilti. Þýðing Haraldar
Matthíassonar á þessu verki Kristians Kálund kemur fyrir sjónir sem fjögur
bindi, eitt fyrir hvern landsfjórðung, það fyrsta um Suðurland og farið þaðan
vestur fyrir. Þar eru hin fyrstu tvö þykkust sem segir sína sögu. Gerðust ekki
helstu atburðir sögualdar hér á landi sunnan lands og vestan? Haraldur
Matthíasson fylgir frumtexta af samviskusemi, og ekki hef ég hnotið um
neina rangþýðingu. Eina frávikið frá frumútgáfu felst í því að flest kort eru
felld niður, til skaða, því fróðlegt er að skoða hve vel 19. aldar kortin eru í
raun gerð. Meðal fárra korta sem eftir fá að standa eru kort af Reykjavík og
Þingvelli. Þetta hlýtur að vera skaði því fyrir vikið verður Iesandi að finna sér
kort til að hafa sér við hlið. Þá er ég ekki frá því að erfitt kunni að vera að lesa
saman ný kort og lýsingarnar. Þannig er Seltjarnarrtes á korti Kálunds (I, bls.
1) merkt sem allt Reykjavíkursvæðið upp að Elliðavatni. Ekki er víst að allir
átti sig á að Háls í Kjós hjá Kálund er Neðri-Háls en ekki Fremri-Háls svo
dæmi séu nefnd. Þá voru samgöngur allt öðruvísi í þann tíð en nú og leiðir
aðrar. Slík dæmi eru mýmörg.
Þetta er reyndar aðeins eitt fjölmargra atriða sem benda til þess að hér sé
ekki á ferð bók fyrir fræðimenn, heldur enn eitt tillagið í flokk viðhafnar-
bóka, sem staðfestist enn frekar af umbúnaði bókanna fjögurra. Þær eru í
ljósu rexinbandi, skinnlíku, ríkulega áprentaðar. Framan á bókunum eru
myndir sem tengjast sögustöðum í hverjum fjórðungi - Þingvöllum, Lóma-
gnúpi o.s.frv. En á bakhlið eru myndir úr ferðabókum seinni tíma, t.d. Coll-
ingwoods og Gaimards. Mikið er lagt upp úr sem glæsilegustum umbúnaði og
er það vel.
Þýðandi tekur saman formála í fyrsta bindi þar sem stuttlega er gerð grein
fyrir þýðingunni og tilgangi hennar. Sá formáli er ágætur svo langt sem hann
nær. Kálund hefði þó líklega átt inni lengri og ýtarlegri formála þar sem verk
hans og áhrif hefðu verið betur skýrð. Síðan kemur stutt æviágrip Kálunds,