Saga - 1987, Page 263
RITFREGNIR
261
sem bætir nokkuð vankanta formálans, en fjallar ekkert um áhrif hans og
þessa verks hans. A eftir fylgir svo kafli sem segir af dagbókum Kálunds og
hvert hann ferðaðist. Sá kafli er nauðsynlegur. Reyndar má af honum ráða
tilgang Kálunds með ferðinni.
Eins og samtímamenn Kálunds hefur hann haft mörgu við að bæta í frum-
textanum og gerði það með neðanmálsgreinum. Þær eru reyndar alloft lengri
en blaðsíðutextinn sjálfur. Auk neðanmálsgreina höfundar bætir þýðandi
við. Greinar þýðanda eru greindar frá með skáletri og tilvísunum með bók-
stöfum, í stað tölustafa. Þessar aukatilvísanir eru nokkuð skemmtileg hug-
mynd sem ávallt er þó vandmeðfarin. Þegar menn standa í útgáfu þýðinga,
skjala eða handrita er vitanlega ætlast til þess að þeir haldi sig eins nærri
frumgerð og hægt er. Spurningin er hve miklu á að bæta við, t.d. í neðan-
málsgreinum. Þar koma til millitilvísanir, tilvísanir sem eru leiðréttingar,
athugasemdir eða þá hreinar viðbætur. í öllum tilvikum þurfa þær að vera
markvissar og skipulega unnar. Margar slíkar má finna í íslensku útgáfunni.
í I. bindi (bls. 134—135) eru tvær þar sem verið er að skýra annars vegar átta-
villu hjá Kálund og hins vegar leiðrétta þá villu hans að tala um Gullfoss sem
tvo aðskilda fossa með tveimur nöfnum. Margar þessar tilvísanir eru nánari
útskýringar á staðfræði, enda ruglaðist Kálund ósjaldan á áttum eða lands-
lagi, þar sem hann sat úti í Kaupmannahöfn og fullvann texta sinn. En þær
eru ekki nógu markvissar og val þeirra byggist vitanlega á þekkingu þýðanda
á staðháttum. Athugasemdin á bls. 103 (III), svo dæmi sé tekið, um það hvort
Leirdalsheiði (úr Fjörðum suður í Höfðahverfi við Eyjafjörð) sé heiði eða
dalur, er fremur hártogun en skýring. Athugasemdirnar eru gjarnan tilvís-
anir í önnur rit um sama efni. Er þar oftast á ferð Árbók Fornleifafélagsins þó
ýmis önnur rit komi til, s.s. inngangur og textar í ýmsum útgáfum íslendinga-
sagna. Haraldur notar útgáfur sem hann tiltekur í inngangi og rökstyður þar
val sitt.
Þýðandi hefur Iagt sig fram um að finna tilvísanir og upplýsingar síðari
tíma manna. Þannig víkur hann neðanmáls að rústinni að Lundi í Lundar-
reykjadal (I, 231). Sú rúst var Iöngum talin vera hofrúst og var tvígrafin upp
í þeim tilgangi að rannsaka hof, fyrst af Sigurði Vigfússyni og seinna af Finn-
anum Voionmaa, rétt fyrir heimsstyrjöldina síðari. Kristján Eldjárn benti
löngu síðar á að „hofið" væri að öllum líkindum fjós og hlaða og því lítt í ætt
við heiðna trúarsiði (Árbók Fornleifafélagsins 1964, bls. 102-110). Athugasemd
Haraldar, i sama bindi, um fornleifarannsóknir í Herjólfsdal (bls. 209, aths.
b.) er góð en ranglega staðsett. Þetta er líklega umbrotsatriði. Ekki hefur ver-
ið rannsakað á suðvesturhluta Heimaeyjar, heldur í Herjólfsdal sem er á
norðvesturhorni eyjarinnar. Frekar hefði átt að tengja athugasemdina við
bls. 208 og umræðu þar um Herjólfsdal sjálfan.
Tilvísanir í rit eru einnig undarlegar. Þannig má lesa í fyrrgreindri athuga-
semd á bls. 209, 1. 3: „Hraunið er eldra en íslandsbyggð. Sjötíu ritgerðir helg-
aðar Jakobi Benediktssyni 669-70; Árbók Ferðafél. 1948,136-146". Mér fynd-
ist réttara að vísa í þær greinar sem þarna er um að ræða, grein Sigurðar Þór-
arinssonar „Jarðvísindi og Landnáma" í afmælisriti Jakobs Benediktssonar