Saga - 1987, Side 264
262
RITFREGNIR
og grein Trausta Einarssonar, „Bergmyndunarsaga Vestmannaeyja" í Arbók
Fcrðafélagsins.
í bókunum er urmull svona tilvísana í rit án frekari túlkunar, sbr. „Arb.
Fornl. 1897, 10" (II, bls. 45), en þar fer greinarkorn eftir Brynjúlf Jónsson frá
Minna-Núpi um Hólm í Hítardal. Slíkar tilvísanir verða einskis virði ef ekk-
ert er gefið upp sem gefur til kynna gildi þess sem verið er að vísa í. (Þá er
það kapítuli út af fyrir sig að Haraldur skrifar nafn Brynjúlfs frá Minna-Núpi
ávallt ranglega - kallar hann Brynjólf. Óþarft og fullkomlega ástæðulaust).
Einnig virðist sem Haraldur sé handahófskenndur í vali sínu. Þannig f*r
maður á tilfinninguna að eftir daga Kálunds hafi verið miklar rannsóknir á
Hrunamannaafrétti sem er rangt (I, bls. 136-137). Að vísu fór Brynjúlfur á
Minna-Núpi þangað og gerði allnokkra úttekt, en flestir aðrir fóru þar um án
mikilla rannsókna. Kristján Eldjárn gróf árið 1945 þar sem Daniel Bruun
hafði áður verið, en síðan hefur ekkert gerst þar. Þá er á sama stað snubbótt
athugasemd um að byggð hafi eyðst árið 1104 í Heklugosi, að því að talið sé.
Það telst eins sannað og verða má þangað til ný rök koma fram.
Svipað gerist með heimildir um Þjórsárdal. Þar er eytt miklu neðanmáls-
rými í þjóðsögu um dauða Gauks á Stöng (I, bls. 146). I næstu athugasemd
á eftir (nm.c. bls. 146) segir Haraldur að meira hafi verið ritað um Þjórsárdal
en nokkra aðra eyðibyggð á Islandi og því sé „enginn kostur að rekja þau
skrif, en þó skulu hin helstu nefnd". Hér koma helstu greinargerðir til ársins
1954, en ein sú nýjasta (prentaða) og ein sú merkilegasta fær ekki rúm. Þar á
ég við Sámsstaðarannsókn Sveinbjarnar Rafnssonar (Árbók Fornleifafélagsins
1976, bls. 39-120). Á sama tíma sleppir Haraldur fram af sér beislinu um stað-
fræði Njálu sextíu blaðsíðum aftar, í tveggja blaðsíðna smáleturskafla, án
beinnar skírskotunar til texta Kálunds.
Stefna Haraldar er þó ekki einhlít, heldur má finna tilvísanir í t.d. Frásögur
um fornaldarleifar (Rvk. 1983) og Skaftárelda 1783-1784 (Rvk. 1984), t.d. í IV,
bls. 87 og 98 og víðar, - þó með fyrrgreindum annmörkum um frágang. MillÞ
tilvísanir eru oft góðar, en það er tilviljunum háð. Þannig má lengi telja bæði
gott og slæmt. Val mitt er handahófskennt en ekki tæmandi.
Með bókunum eru góðar skrár sem fyrr er nefnt, vel unnar og bráðnauð-
synlegar. Slíkt þyrfti að vera í fleiri bókum og þá jafnvel unnið.
En hver er þá lokaniðurstaðan? Það er afar athyglisvert að fá þetta rit a
íslensku, en var þörf fyrir það? Flestir notendur þessara bóka hljóta að vera
vel læsir á dönsku. Hitt er svo auðsætt að ekki er verið að gefa út fyrir þá, sbr.
jafnt ytri sem innri frágang. Freistandi væri að ímynda sér að hér sé komin
bókin sem þýðandinn hafði sér við hlið er hann fór yfirreið sína um landið í
leit að Landnámut Það er ekki slæmt, enda hafði Daniel Bruun sama hátt a.
Þannig tel ég þessa þýðingu að mörgu leyti tímaskekkju og frekar hefði hent-
að að gefa út bók um Kálund og gildi hans fyrir rannsóknir í norrænu. ÞV1
má spyrja hvort þörf sé fyrir svona bækur? Svarið er játandi ef gengið er ut
frá gjafamarkaði og sölumöguleikum, en neitandi ef verið er að tala um
útgáfu á heimildum fyrir fræðimenn. Væri ekki réttara að verja fjármunum i
útgáfu á nýrri rannsóknum?
Magnús Porkelsson