Saga - 1987, Blaðsíða 266
264
RITFREGNIR
þar myndir þær, sem þeir höfðu gert eða gera látið. Ýmsar þessara mynda
eru fullunnar eftir frumdráttum höfundanna af mönnum, sem ekkert þekktu
til íslands. Peir áttu það þá til að breyta þeim og fella að ríkjandi hefð í lands-
lagsmálverkum eða sveipa þær ævintýrablæ fjarlægðar eða fyrnsku.
Eins og vænta má með svona myndasafn er það fjarska misjafnt að gerð og
öllum vinnubrögðum: Olía, vatnslitir, málmstunga, steinprent, penna- og
blýantsteikningar, tréskurður, æting og ljósmyndir. Heimildagildi þeirra er
ugglaust ákaflega misjafnt og listbrögð öll misjafnlega heppnuð, enda
spanna þau langan tíma breytilegrar listhefðar og ójafnrar kunnáttu.
Það átti ekki að liggja fyrir öllum þessum myndum að birtast á bókum,
enda vart til þess ætlast þegar myndirnar voru gerðar. Pó rötuðu margar
þeirra þá leið, en aðrar hafa aðeins verið gerðar í einu eintaki, sem aldrei var
fjölfaldað og Ientu að lokum í opinberum söfnum eða einkaeign víða um
lönd, fáum kunnar, svo að jafnvel var ekki vitað hvaðan þær voru.
En Frank Ponzi lét ekki staðar numið við íslandsmyndir þeirra Banks og
Stanleys, heldur hélt ótrauður áfram að leita uppi myndir erlendra Islands-
fara á 19. öld. Lágu leiðir hans víða, enda varð árangurinn góður og er hann
nú birtur á nýrri bók, ísland á nítjándu öld. Leiðangrar og listamenn. Texti er á
íslensku og ensku. Þar eru birtar hátt á annað hundrað mynda eftir rúmlega
fjörutíu listamenn. Flestar eru myndirnar í litum og prentun þeirra unnin af
mikilli alúð, sem bendir til þess að höfundur bókarinnar hafi ekki leyft neinn
undanslátt frá fyllstu vandvirkni. Prentunin sýnir glöggt hvað íslenskar
prentsmiðjur geta gert ef ekki er slakað á taumhaldi við þær.
Allar hafa myndirnar nokkurt gildi. Sumar sem listaverk, aðrar sem heim-
ildir um íslenskt þjóðlíf, og á mörgum þeirra fellur þetta saman í einn farveg.
Margt er hér um prýðisfallegar landslagsmyndir, og er ekki að efa að sér-
kenni og harðneskja umhverfisins hefur orkað mjög á listamennina, sem
komnir voru frá löndum mjúklátari náttúru. Yfir þeim er sú stemning og sá
hugblær, sem aldrei verður náð á Ijósmynd. Fyrir listgildi myndanna gerir
höfundur góða grein í umsögnum sínum um þær, og er ekki á mínu færi að
hnekkja niðurstöðum hans í þeim efnum.
Eins og raunar mátti vænta af listfræðingi, virðist mér að Ponzi velji mynd-
irnar fremur með hliðsjón af listgildi en hinu hve mikla innsýn þær veita í
þjóðlíf og sérstaka hætti íslendinga. Pó fer því fjarri, að ekki sé Iitið til þeirrar
hliðar. Á nokkrum myndanna getur að líta þjóðina að störfum og við önnur
tækifæri. Við sjáum fyrir okkur bæina eins og þeir voru og fáum að skyggn-
ast inn í þá og fylgjast með hversdagslegu bjástri í baðstofu og eldhúsi.
Ekki verður því neitað, að þegar ég hafði lokið lestri bókarinnar, saknaði
ég ýmissa mynda, sem ég hefði viljað sjá þar. En öllu eru takmörk sett, og
enga af myndunum hefði ég viljað fella niður. Bókin er bara ekki nógu stor,
og um það tjáir ekki að sakast og aldrei hefðu tveir menn valið eins. Ég sakna
þess að ekki skuli vera nema ein af myndum Auguste Mayers og gaman hefði
verið að sjá fleiri af myndum Christian Ezdorfs, sem öllum Islendingum hafa
verið ókunnar, ef frá er talin málmstungan af Stapagati, sem gerð er eftir einu
af málverkum hans. Sama máli gegnir um Reykjavíkurljósmyndir Des Cloiz-
eaux. Þær eru ef til vill ekki merkilegar af sjálfum sér, en skyldu þær ekki vera