Saga - 1987, Qupperneq 269
RITFREGNIR
267
hús hafa verið á Sandvöllum í Héðinsfirði, á Siglunesi og á Dalabæ. Annars
segir höfundur, „að engar heimildir [séu] til um kristni og kristnihald á þess-
um slóðum fyrr en kemur fram á sextándu öld" (bls. 33). Svæðið var einangr-
að og óþekkt. Biskupar og sendimenn þeirra komu þar ekki, og Fljótamönn-
um var látið eftir að innheimta landsskuldir og Ieigur af kotunum.
Síðasti smákaflinn nefnist Hnignun byggðarinnar. Og ekki er það ofmælt,
að þessari byggð hafi hnignað. Á landnámstíð er líklegt, að um 21 býli hafi
verið í byggð, og mun svo hafa verið fram á 14. öld. Pá fara býlin að falla í
auðn eitt af öðru. „Sumar jarðirnar byggðust aftur löngu sxðar, en aðrar aldr-
ei" (bls. 44). 1 jarðatali sínu, sem á eftir fer, gerir höfundur grein fyrir 23
jörðum, sem hann veit um ábúendur á á einhverjum tíma. Á sumum jarð-
anna var tví- eða fleirbýli um sinn. Nú er víst hvergi búið að staðaldri á þess-
um slóðum utan Siglufjarðar, nema á Siglunesi.
Höfundur hefur sitthvað að segja um búskaparaðstæður á þessum stöðum
á liðnum tímum. Hann telur, að „hungursneyð hafi gert minni usla þar en
annars staðar þar sem landkostir virtust betri" (bls. 46). En hins vegar var
margt til baga. Þessi sveit hentaði naumast öðrum en harðfengum og kjark-
miklum dugnaðarmönnum. Þá gerði einstaklega erfið kirkjusókn stórt strik í
reikninginn, meðan háar sektir voru gerðar fyrir að sækja „eigi tíðir eða [láta]
sækja 3 sunnudaga samfleytt" og þegar skylt var „að færa hvert barn sem
fæddist til skírnar samdægurs". Pessum reglum var nánast ógjörningur að
framfylgja, nema lítinn hluta ársins.
Þá skipti ekki litlu máli, að Hólastóll eignaðist snemma mikið af jarðeign-
unum. Landsskuldir og leigur eftir kúgildi Hólastóls voru háar, og stóllinn
tók til sín megnið af reka sveitarinnar. Fleira kom og til, sem ekki er efni að
rekja. En sagan vekur til umhugsunar.
Að loknum þessum smáköflum hefst aðalhluti ritsins, sem nær frá bls. 53
til 789, og er þá komið nokkuð vel inn í þriðja bindið. Þessi kafli nefnist
Bújarðir og bændatöl og skiptist í 23 þætti, jafnmarga þeim bújörðum sem fjall-
að er um, og hefur hver þáttur heiti jarðar að yfirskrift. í örfáum tilvikum er
þó sérstök stutt lýsing á byggðarlaginu í heild, s.s. Héðinsfirði, Siglufirði og
Úlfsdölum. Hver þáttur hefst annars á lýsingu jarðar og því sem vitað er um
eigendur, ábúð og mat jarðar frá elstu tímum. Aðalhluti hvers þáttar er
búendatal. Mjög er misjafnt, hversu langt það nær aftur í aldir. Lengst nær
það fyrir Siglunes, eins og von er til, eða til 1522. Búendatal Hvanneyrar nær
til 1614, en annars er algengt að sjá upphafsártölin 1703 og ártöl frá fyrri hluta
19. aldar, þó að í þó nokkrum tilvikum sé vitað um ábúð aftur fyrir 1700. Víða
eru að sjálfsögðu göt í ábúðarsöguna, enda hefði með ólíkindum verið, ef
fengist hefði samfelld ábúðarsaga fyrir alla sveitina.
Búendatalið er líklega mikilvægasti hluti þessa ágæta rits, enda fyrirferðar-
mest. Ber það merki þess, að firnamikið starf liggur að baki. Um marga elstu
ábúendurna er raunar lítið vitað meira en nafn þeirra, en þegar komið er
fram á 18. og sér í lagi 19. öldina kemur maður ekki að tómum kofum hjá
höfundi. Þar sem föng eru til ritar hann í raun stuttan æviþátt hvers ábúanda
°g maka hans. Fæðingarár og -staður er tilgreint. Ættfærsla er oft ítarleg.
Greint er frá dvalarstöðum, þar til viðkomandi flyst á þá jörð sem um ræðir,