Saga - 1987, Side 271
RITFREGNIR
269
kom tvisvar út á síðasta áratug og skrifaði hann þar nokkrar greinar. í Sögu
hefur hann ritað, Skagfirðingabók og í eyfirska ritið Súlur, auk einhverra fleiri
rita. Allt sem ég hef eftir hann séð er innan efnissviðs þess rits, sem hér er til
umfjöllunar, og raunar eins konar frumgerð að efni, sem hér er að finna. Það
má því segja, að hann hafi gert mannlíf liðinna tíma í Hvanneyrarhreppi að
sérgrein sinni. Nú vonar maður aðeins að honum endist líf og heilsa til að
auka enn við syrpur sínar og fylla frekar út í þá mynd, sem hann hefur dreg-
ið hér stærstu dráttum.
Persónulega þekki ég höfundinn ekki, en í aðfaraorðum ritsins, sem skrif-
uð eru af Gunnari Rafni Sigurbjörnssyni, fyrrum skólastjóra á Siglufirði, eru
sögð nokkur deili á honum. Sigurjón er fæddur 1916, og varð því sjötugur á
því ári sem hann lauk þessu mikla ritverki. Hann er svarfdælskur, en hefur
átt heima á Siglufirði í fjóra áratugi, og til skamms tíma hefur hann stundað
almenna verkamannavinnu. Skólaganga hans varð þrír vetrarpartar fyrir
fermingu. Þetta þriggja binda ritverk er tómstundastarf þessa sjálfmenntaða
verkamanns undanfarin 15-16 ár. Það er því varla ofmælt hjá Gunnari Rafni,
að rit þetta sé „afreksverk", bæði þegar allar aðstæður höfundar eru hafðar í
huga og þegar sá árangur, sem hann hefur náð, er skoðaður. Þegar að því er
hugað, yrði hugsanlegur aðfinnslu-sparðatíningur harla fáfengilegur. Enda
fæ ég ekki betur séð en hver „lærður" fræðimaður mætti vera vel sæmdur af
þessu verki.
Sigurjón Björnsson
Trausti Einarsson: HVALVEIÐAR VIÐ ÍSLAND 1600-
1939. Sagnfræðirannsóknir, 8. bindi. Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs. Reykjavík 1987. 177 bls. Myndir, skrárogkort.
Áhugi manna á sjávarútvegssögu virðist aukast nú um stundir. Á undan-
förnum árum hefur margt ágætra bóka á þessu sviði verið gefið út. Hæst ber
stórvirki Lúðvíks Kristjánssonar, en einnig má benda á rit Sigfúsar Jónsson-
ar, Jóns Þ. Þórs, Gils Guðmundssonar, Heimis Þorleifssonar o.fl., og nú
bætist Trausti Einarsson í þennan hóp.
Það var vonum seinna, að hvalveiðar og saga þeirra væri tekin til rækilegr-
ar athugunar. Það er reyndar við hæfi nú, þegar umræða fer hátt um rétt-
nræti þessara veiða og þátttakendum í þeirri umræðu og landsmönnum öll-
um er þörf á upplýsingum, ekki síst sögulegum.
Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna, fjallar Trausti um hvalveiðar við
ísland frá 1600 fram til upphafs heimsstyrjaldarinnar síðari. Eðli málsins
samkvæmt skiptir höfundur sögunni í nokkra allsjálfstæða þætti, og helgast
sú skipting m.a. af þróun í veiðitækni og breytilegu þjóðerni veiðimanna eft-
*r tímaskeiðum.
í fyrsta hluta bókarinnar er fjallað um hvalreka og veiðitilraunir íslend-
'nga, auk þess sem sagt er skilmerkilega frá forystuhlutverki Baska í hval-
veiðum og þætti þeirra í veiðum við Island.