Saga - 1987, Side 275
RITFREGNIR
273
Golfstrauminn, virðist vera hæpin. Þetta hefur eflaust stytt siglingatíma
eitthvað, en hér virðist of í Iagt miðað við siglingatíma fyrri Iandkönnuða,
auk þess sem deila má um, hvort rétt sé að mæla siglingaleið í tíma.
Á bls. 22: „Hvalveiðar frá austurströndinni tóku mikinn fjörkipp eftir að
Thomas Roys fann sumarið 1848 auðug mið Grænlandssléttbaks í Bering-
sundinu." Þessi málsgrein þarfnast nánari skýringa, vegna þess að ótrúlega
langt er frá útgerðarstað á miðin.
Á bls. 54: „Fyrstu félögin sem hófu hvalveiðar við ísland, og hér hafa verið
nefnd, höfðu þegar fengist við hvalveiðar í Noregi." Hér er nokkuð mikið
sagt, því að frumkvöðlarnir, Mons Larsen & co., höfðu ekki fengist við slíka
iðju.
Á bls. 70 segir neðanmáls, að Chr. Salvesen & co. hafi gert lóðarsamning
á Siglufirði árið 1896. Þetta er ekki rétt. í samningnum er leigutaki nefndur
„Dansk hvalfangerselskab", og er líklega um að ræða Meleyrarfélagið í
Veiðileysufirði. Hins vegar keypti Chr. Salvesen & co. meirihluta í þessu
félagi og lóðarsamninginn með árið 1899, eins og kemur fram annars staðar
í bókinni. Norskir síldveiðimenn sóttust mjög eftir þessari lóð, þegar þeir
hófu landnám sitt á Siglufirði upp úr aldamótunum.
Á bls. 72 segir neðanmáls, að O. Wathnes Arvinger A/S hafi allt frá 1898
notið styrks til að halda uppi skipaferðum. Þetta er svolítið ónákvæmt. Otto
Wathne rak fyrirtæki sitt sem einkafyrirtæki til dauðadags. Hann lést 15. okt-
óber 1898. Dánarbúið sá um reksturinn um skeið, en fyrirtækið O. Wathnes
Arvinger A/S var stofnað síðar um reksturinn.
Á bls. 76: "... og var búlausu fólki skylt að ráða sig í vist í fardögum." Hér
hlýtur að vera átt við vinnuhjúaskildaga, sem var nokkru fyrr.
Á bls. 113 er rætt neðanmáls um jörðina Sveinsstaði í Norðfirði. Þetta er
ónákvæmni, þar sem jörðin er í Hellisfirði, og ávallt er í bókinni rætt um
hvalveiðistöðina á Sveinsstaðaeyri sem stöðina í Hellisfirði. Ósamræmið
kemur e.t.v. skýrast fram í nafnaskránni, þar sem Sveinsstaðaeyri í Hellis-
firði kemur næst á eftir Sveinsstöðum í Norðfirði.
Á bls. 125 er sagt frá því, er menn tóku að andmæla hvalveiðum og héldu
fundi allvíða á Norður- og Austurlandi. Þar er sagt m.a., að fundir hafi verið
haldnir á „Skinnastöðum og Stað í Öxarfirði". Örnefnið Staður er ekki til í
Öxarfirði, svo mér sé kunnugt. Hins vegar er nafnið á prestsetrinu Skinna-
stað eitt þeirra bæjarnafna, sem ýmist er notað í eintölu eða fleirtölu. Meðal
heimamanna í Öxarfirði er eintalan þó miklu algengari nú á dögum. Hér hef-
ur líklega staðið „Skinnastöðum eða -stað" í fyrsta handriti, en afbakast í síð-
ari vinnslu, enda er Staður ekki nefndur í nafnaskrá og ekki heldur á korti
yfir fundarstaði á bls. 127.
Á bls. 131 neðanmáls segir: „íslendingar virðast hafa byrjað tilraunir með
reknetaveiðar síðla árs 1903." Þetta er rangt. Otto Wathne gerði fyrstur út
skip með reknet 1888, Reykvíkingar gerðu út reknetabát til beituöflunar
1899, og Jón og Sveinn Einarssynir á Raufarhöfn gerðu út á reknet með sölt-
un í huga árið 1901.
Á bls. 147 segir: „Þess ber einnig að gæta að sjávarafurðir hafa verið betur
taldar fram en landvörur vegna þeirra útflutningsgjalda sem af þeim voru
18