Saga - 1987, Síða 277
RITFREGNIR
275
Prófarkalestur Marðar Árnasonar er með miklum ágaetum. Lauslegur yfir-
lestur í þessu tilliti leiðir aðeins til tveggja atriða, sem betur mættu fara. Á
bls. 95 er rætt um fyrirtækið Kvöldúlf h/f. Þótt viðurkenndar séu tvímyndir
af þessu orði, er venjan sú, að þetta fyrirtæki sé kallað Kveldúlfur h/f. 1 öðru
lagi má benda á bls. 39, þar sem Carl Pontoppidan er kallaður Pontoppian, sem
er í sjálfu sér mjög sniðugt, en verður engu að síður að skrifa á reikning próf-
arkalesarans.
Að lokum mætti nota um þann, sem hér stýrirpenna, hið gamalkunna stef
Steingríms Thorsteinssonar:
Hann hirti spörðin, eg held öll,
en eftir skildi berin.
Hér hefur bók Trausta Einarssonar verið metin. Seiling hans til heimilda er
aðdáunarverð, og sparðatíningur þess sem hér fellir dóma, má ekki leiða til
vanmats á verki hans.
En að lokum hlýt ég að vona, að í fyllingu tímans komi út Hvalveiðisaga
íslands, og að hún verði ekki miklu lakari en saga Tönnesens. Þar hlýtur
Trausti Einarsson að verða aðalhöfundur.
Hreinn Ragnarsson
Þórarinn Þórarinsson: SÓKN OG SIGRAR. Saga Fram-
sóknarflokksins. Annað bindi. Framsóknarflokkurinn.
Reykjavík 1986. 280 bls.
Ritdómara er nokkur vandi á höndum í umfjöllun um þessa bók Þórarins
Þórarinssonar, sem í áratugi var ritstjóri málgagna Framsóknarflokksins,
fyrst Nýja dagblaðsins og síðan Tímans. Hann var jafnframt einn af forystu-
mönnum flokksins, gegndi m.a. þingmennsku í tæp 20 ár (1959-78).
Verkið er ekki samið að hætti ævisagna, þar sem atburðum og persónum
er lýst frá sjónarhóli þátttakanda, gjarnan með notkun heimilda á borð við
einkabréf, dagbækur og önnur einkaplögg. Bókin er heldur ekki fræðileg
greining; t.d. er ekki leitast við að skýra markvisst tiltekna þætti í gerð eða
þróun Framsóknarflokksins, svo sem fylgi, forystu eða hugmyndafræði.
Einna helst minnir bókin á annál að íslenskum hætti: saga flokksins er rak-
‘n í tímaröð, í þessu bindi í 20 ár (1937-56), mest með tilvísun í opinberar
heimildir - fréttir og önnur blaðaskrif, opinberar skýrslur og fleira af svipuðu
tagi- Þórarinn er í hlutverki annálaritarans og greinir frá tíðindum án þess að
vera sjálfur nálægur í frásögninni. Nokkurn framsóknarkeim má augljóslega
greina. Þórarni þykir Framsóknarflokkurinn fagur, verið í sókn og sigrað.
Þannig lýsir höfundur lykilhlutverki flokksins - einkum flokksþingsins 1941
~ ’ stofnun lýðveldisins (bls. 83). Sjálfstæðismenn og sósíalistar hefðu a.m.k.
sitthvað við þessa túlkun að athuga - enda gera þeir, hvorir fyrir sig, svipað
tilkall sem áhrifavaldar í þeirri rás atburða, sem lyktaði með stofnun lýðveld-
18"