Saga - 1987, Page 280
278
RITFREGNIR
voru einnig ákvæði um, að heimilt væri að láta fara fram prófkosningu í
flokksfélögum.
Pannig virðist sem prófkjör í einhverri mynd hafi verið þekkt fyrirbæri í
íslenskum stjórnmálum lengi. Reyndar getur Hallgrímur Guðmundsson
þess í bók sinni, Uppruni Sjálfstæðisflokksins (Félagsvísindadeild/Öm og
Örlygur, 1979), að fyrir alþingiskosningar 1914 hafi sjálfstæðismenn í
Reykjavík haldið „tilraunakosningu" meðal þingmannsefna, sem hafi verið
opin öllum kjósendum flokksins, þ.e. Sjálfstæðisflokksins eldri (bls. 28).
Á pappímum höfðu gömlu fjórflokkarnir allir skipulag fjöldaflokks;
flokksfélagar eru þeir sem ganga með formlegum hætti í flokkinn og borga
reglulega ársgjöld; flokksfélagar taka síðan einir ákvarðanir um málefni
flokksins. En var veruleikinn e.t.v. allt annar, sbr. það sem kom fram hér að
ofan um prófkosningar? Fór t.d. val á frambjóðendum oft fram með prófkjör-
um, þar sem stuðningsmenn flokksins tóku þátt, en ekki eingöngu
flokksfólk? Var jafnvel mjög á reiki, einkum í Framsóknar- og Sjálfstæðis-
flokki, hverjir væru „flokksmenn"? Var t.d. regluleg greiðsla flokksgjalda
ekki almennt skilyrði fyrir flokksaðild?
Ég hef staldrað við þrjú atriði úr bók Pórarins, sem sérstaka athygli vöktu
hjá mér. Ekki er mikil ástæða til að fjalla um verkið í heild; það er einfaldlega
nokkuð greinargóður annáll yfir helstu þættina í sögu Framsóknarflokksins
1937-56. Ég get þó að lokum ekki stillt mig um að fremja höfuðsynd hvers rit-
dómara: að biðja fremur um aðra bók til umfjöllunar en þessa. Mikið væri
t.d. fróðlegt, ef Þórarinn Þórarinsson, sem býr yfir miklum upplýsingum um
ýmsa þætti íslenskra stjórnmála, skrifaði ævisögu sína, og þá af því for-
dómaleysi, sem hann hefur þegar sýnt fram á, að hann er fullkomlega fær
um að gera. Ég er þess fullviss, að hann hefur frá mörgu að segja, sem myndi
skerpa skilning okkar á íslenskum stjórnmálum.
Svanur Kristjánsson