Saga - 1987, Síða 282
280
HÖFUNDAR EFNIS
Jón Hnefill Aðalsteinsson, sjá Sögu 1984, bls. 357.
]ón Thor Haraldsson, f. 1933. Stúdent frá MR 1953. Cand. mag. próf frá
Oslóarháskóla 1969 (saga, enska og mannfræði). Cand. philol. próf í sagn-
fræði frá sama skóla árið 1982. Hefur einnig lokið þremur prófstigum í landa-
fræði til BA prófs við HÍ. Blaðamaður við Þjóðviljann, sjónvarpsþýðandi,
sögukennari í Flensborg frá 1972. Rit: Mannkynssaga 1492-1648. Rv. 1980.
„Vík í Mýrdal. Myndun þorpsins og þróun". Dynskógar I. Vík 1982.
Kjartan Ólafsson, sjá Sögu 1986, bls. 358.
Loftur Guttormsson, sjá Sögu 1984, bls. 358.
Magnús Guömundsson, f. 1952. Stúdent frá MT 1974. Fil. kand. (sagnfræði og
landafræði) frá háskólanum í Uppsölum 1979. Cand. mag. próf í sagnfræði
frá HÍ 1987. Hefur unnið hjá Lánasjóði ísl. námsmanna frá 1981, og í hluta-
starfi frá 1985 við ritun sögu ullariðnaðar Islendinga fyrir Iðnsögu íslendinga.
Við nám í skjalfræði við Stokkhólmsháskóla frá hausti 1987.
Magnús Þorkclsson, sjá Sögu 1984, bls. 358.
Gryt Anne Piebenga, f. 1937. Dósent í norsku og íslenzku við deild norrænna
mála í háskólanum í Groningen í Hollandi. Lauk doktorsprófi með ritgerð
um verk Rasmusar Rasks um frísneska málfræði. Hefur einnig samið
kennslubók í norsku og íslenzk-hollenzka/hollenzk-íslenzka orðabók. Fæst
einkum við rannsóknir á miðaldahelgisögum og hefur birt nokkrar ritgerðir
um þau efni.
Sigríður Th. Erlendsdóttir, sjá Sögu 1986, bls. 353.
Sigurður Pétursson, f. 1958. Stúdent frá MÍ 1978. BA próf í sagnfræði og
mannfræði frá HÍ 1984. Ritgerð til BA prófs var "... og roða sló á bæinn.
Verkalýðsbarátta og stjórnmálaátök á Isafirði 1890-1922".
Sigurjón Björnsson, f. 1926. Stúdent frá MA 1949. Nám í sálarfræði og heim-
speki við háskólana í Grenoble og París, Frakklandi 1949-53. Licencié és
lettres 1953. Framhaldsnám í klíniskri sálarfræði og sállækningum í Kaup-
mannahöfn 1955-60. Forstöðumaður geðverndardeildar fyrir börn í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur 1960-1967. Prófessor í sálarfræði við Háskóla
íslands frá 1971. Rit: Leiðin til skáldskapar (1964), Úr hugarheimi (1965), Sálar-
fræði I (1973), Sálarfræði II (1975), Explorations in Social Inequality (ásamt
W. Edelstein og K. Kreppner, 1977), Börn í Reykjavtk (1980), Sállækningar
og sálkönnun (1983), Jóhannes Geir (ásamt Aðalsteini Ingólfssyni) (1985).
Svanur Kristjánsson, sjá Sögu 1982, bls. 328.