Saga - 1987, Qupperneq 283
Aðalfundur Sögufélags 1987
Aðalfundur Sogufélags var haldinn í veitingahúsinu Duus í Fischersundi
laugardaginn 2. maí 1987 og hófst kl. 2 e.h. Á fundinn komu um 50 félags-
menn.
Forseti félagsins, Einar Laxness, setti fund og bauð fundarmenn vel-
komna. Síðan minntist hann sérstaklega dr. Björns Þorsteinssonar með
þessum orðum:
Ég vil í upphafi fundar minnast dr. Björns Þorsteinssonar, prófess-
ors, fyrrverandi forseta Sögufélags. Hann lézt hinn 6. október s.l. á
69. aldursári eftir þungbær veikindi um tveggja ára skeið. Bjöm Þor-
steinsson var kosinn í stjórn Sögufélags í janúar 1961, forseti varð
hann í september 1965 og gegndi því starfi til marzloka 1978, er hann
baðst undan kosningu og dró sig í hlé. Einnig var hann ritstjóri tíma-
ritsins Sögu á ámnum 1960-72. Björn Þorsteinsson vann Sögufélagi
einstaklega vel, oft við hin erfiðustu skilyrði, þau rúmlega tólf ár,
sem hann hafði þar forystu, var einlægt vakinn og sofinn yfir velferð
þess, og átti raunar mestan þátt í því, ef svo má segja, að endurreisa
félagið, þá er honum tókst m.a. að koma á fót afgreiðslu þess með
daglegum opnunartíma og föstum starfskrafti. Við þau tímamót
sköpuðust skilyrði fyrir félagið að færa út kvíarnar, félagatalan óx
jafnt og þétt, svo að unnt var að færast meira í fang í útgáfumálum.
Það var því alltraustur gmndvöllur, sem hann hafði lagt, er hann lét
af forystu í félaginu. Björn Þorsteinsson var ávallt frjór að hugmynd-
um, ákafur og oft óþolinmóður að koma þeim á framfæri og í
framkvæmd. Framtíðarsýnir hans og áætlanir varðandi sögurann-
sóknir og útgáfu sögurita voru bornar fram af miklum eldmóði og
báru vott um ríkan metnað fyrir hönd þeirrar fræðigreinar, sem hann
hafði kjörið sér. Sagan hefur misst einn sinn fremsta liðsmann á Is-
landi. Sögufélag á á bak að sjá sínum fremsta talsmanni um langt
skeið. Við þökkum forystu hans og blessum minningu góðs drengs.
Stjórn félagsins var kunnugt um lát eftirtalinna félagsmanna frá síðasta
aðalfundi: Benedikt Sigurjónsson, fyrrv. hæstaréttardómari, Bjarni Vil-
hjálmsson, fyrrv. þjóðskjalavörður, Eiríkur J. Eiríksson, fyrrv. prófastur,
Eyjólfur R. Árnason, gullsmiður, Guðmundur Ludvigsson, framkvæmda-
stjóri, Guðmundur Magnússon, verkfræðingur, Jón Abraham Ólafsson,
sakadómari, Kristján Jónasson, læknir, Stefán Pjetursson, fyrrv. þjóðskjala-
vörður, Þórir Baldvinsson, arkitekt.
Fundarmenn risu úr sætum til heiðurs minningu hinna Iátnu félags-
tnanna.