Saga - 1987, Page 284
282
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1987
Forseti tilnefndi Jón Hnefil Aðalsteinsson sem fundarstjóra og Auði Magn-
úsdóttur sem fundarritara.
Skýrsla stjórnar. Forseti flutti að venju yfirlitsræðu um starfsemi Sögufélags
frá því síðasti aðalfundur var haldinn, 26. apríl 1986. Hinn 5. júní kom stjórn
félagsins saman til fyrsta fundar og skipti með sér verkum skv. félagslögum.
Einar Laxness var endurkjörinn forseti, Heimir Þorleifsson gjaldkeri og Sig-
ríður Th. Erlendsdóttir ritari. Aðrir aðalstjórnarmenn voru Anna Agnars-
dóttir og Ólafur Egilsson, varamenn voru Guðmundur Jónsson og Halldór
Ólafsson, sem ávallt voru boðaðir á stjórnarfundi, ennfremur ritstjórar Sögu,
Helgi Porláksson, Sigurður Ragnarsson og Sölvi Sveinsson, svo og verzlun-
arstjóri, Ragnheiður Þorláksdóttir; fram á s.l. haust naut hún aðstoðar Stein-
unnar Ó. Guðmundsdóttur, sem hafði að aðalstarfi tölvusetningu, en
snemma á þessu ári tók Sigrún Höskuldsdóttir við af henni.
Forseti gat um þau rit, sem komu út hjá félaginu á stjórnartímabilinu:
Sveitin við sundin eftir Þórunni Valdimarsdóttur kom út í miðjum ágúst s.l.
í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur, sem var hinn 18. ágúst. Er það 6. bind-
ið í Safni til sögu Reykjavíkur og fjallar um sögu búskapar í Reykjavík frá
seinni hluta 19. aldar fram yfir síðari heimsstyrjöld. Ritið er um 330 bls. að
stærð, sett á tölvu Sögufélags, en að öðru leyti unnið í Prentsmiðjunni Odda.
Sama dag og ritið kom út hafði Sögufélag blaðamannafund, þar sem borgar-
stjóra, Davíð Oddssyni, var boðið og honum afhent eintak, um leið og hon-
um voru færðar heillaóskir vegna afmælis Reykjavíkur. Þetta framlag Sögu-
félags til afmælisins virtist vel þegið, því að bókin seldist mjög vel, bæði í
verzlunum, á útimörkuðum á góðviðrisdögum ágústmánaðar, svo og á sýn-
ingu á Kjarvalsstöðum. Seldist fyrsta prentun upp og var bókin því endur-
prentuð fyrir s.l. jól. Til verksins naut félagið stuðnings frá Reykjavíkurborg
og Stéttarsambandi bænda, sem forseti þakkaði.
Alþingisbækur íslands, 16. bindi, komu út í septemberlok, svo sem boðað
var á síðasta aðalfundi, næstsíðasta bindið í röðinni, í umsjón Gunnars
Sveinssonar, skjalavarðar; tekur það yfir gerðir Alþingis árin 1781-90. Prent-
smiðjan Steinholt annaðist alla prentvinnu. - Eftir er aðeins eitt bindi af þess-
ari viðamestu útgáfu félagsins, og er ekki vonum fyrr, að útgáfan taki enda,
því að hún hófst árið 1912. Vonir standa til, að fljótlega verði unnt að hefjast
handa um vinnslu 17. og síðasta bindis, sem tekur yfir lokaskeið hins forna
alþingis á árunum 1791-1800. Gæti þá í bezta tilfelli farið svo, að þessari
heimildaútgáfu væri lokið eftir u.þ.b. 2-3 ár, sem er ekki óvarlega áætlaður
vinnslutími í prentsmiðju, og að því marki verður stefnt. Alþingi er fjárhags-
legur bakhjarl þessarar ritraðar hin síðustu ár, svo sem eðlilegt má teljast.
Landsyfirréttar- og hæstaréttardómar í íslenzkum málum 1802-73, 11. bindi, í
umsjón Ármanns Snævarr, fyrrv. hæstaréttardómara, kom út í október s.l-
og er það lokabindi. Það er 347 bls. að stærð, en auk dómanna er málaskrá,
nafnaskrá, efnisskrá o.fl. á 80 bls. Þess má geta, að dómar ársins 1874 voru
hér teknir með, þótt prentaðir væru á sínum tíma, en munu nú í fárra
höndum. Ritið var prentað í Prentsmiðjunni Hólum. Það er ekki vonum fyrr'
að fyrir endann sjái á þessu verki, sem verið hefur í gangi með hléum fra