Saga - 1987, Qupperneq 285
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1987
283
árinu 1916. Fjárveiting úr Pjóöhátíöarsjóði hratt verkinu aftur af stað, er það
hafði legið niðri um allangt skeið, og fyrir þann stuðning ber að þakka. Er
ánægjulegt að hafa getað komið þessari heimildaútgáfu í höfn eftir allan
þennan tíma.
Saga, tímarit Sögufélags, 1986, 24. bindi, kom út í desember í ritstjórn
Helga Þorlákssonar og Sigurðar Ragnarssonar. Petta bindi var, eins og oft
fyrr, stór bók að vöxtum, eða 365 bls. Þar voru ritgerðir eftir 7 höfunda, auk
fjölda ritfregna. Ritið var sett á tölvu Sögufélags, en aðra prentvinnu vann
Prentsmiðjan Oddi. Þar voru annir svo miklar á s.l. hausti, að Saga tafðist
alltof lengi, og verður, ef mögulegt er, að vinna tímann upp á ný. Annar rit-
stjóranna, Helgi Þorláksson, lét af ritstjórn um áramót, en við tók Sölvi
Sveinsson, cand. mag. Þakkaði forseti Helga prýðilegt starf við ritstjórn Sögti
s.l. þrjú ár, og bauð hinn nýja ritstjóra velkominn til starfa.
Forseti gat þess, að í útgáfu Hins ísl. fræðafélags í Kaupmannahöfn, sem
Sögufélag er umboðsaðili fyrir, komu út tvö rit á s.I. ári. Annað var 9. bindi
Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem tekur yfir Skagafjörð; eru
þá aðeins eftir tvö bindi, Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur, en handrit Múla- og
Skaftafellssýslna eyddust í eldinum í Kaupmannahöfn 1728. Gert er ráð
fyrir, að endurútgáfu ljúki á þessu ári, en síðan taki við útgáfa ýmissa skjala,
sem varða jarðabókarverkið og ekki hafa verið útgefin áður, auk þess regist-
ur yfir öll bindin; verða þetta sennilega tvö bindi. Að þessu verki vinnur
Gunnar F. Guðmundsson, cand. mag.
Hitt ritið á vegum Hins ísl. fræðafélags er BréfBjarna Thorarensens, endur-
útgáfa 1. bindis og frumútgáfa 2. bindis, sem út kom 30. desember s.l., en þá
var tveggja alda afmæli bréfritara, Bjarna Thorarensens; minntist félagsstjórn
þess þennan dag með sameiginlegum fundi ýmissa aðstandenda Fræðafé-
lags á liðnum árum o.fl. Umsjónarmaður þessarar útgáfu var Jón Helgason,
prófessor í Kaupmannahöfn, og var þetta eitthvert síðasta verk, sem hann
lagði hönd að, en svo merkilega vill til, að uppskrift bréfa Bjarna Thoraren-
sens mun hafa verið eitt af fyrstu verkefnum, sem hann fékkst við, er hann
kom til Kaupmannahafnar ungur stúdent haustið 1916. Það þarf ekki lengi
að fletta þessu verki til að sjá, að hér er á ferðinni ein vandaðasta útgáfa
íslenzks bréfasafns sem til er, fyrirmynd annarra útgáfa á þessu sviði og jafn-
framt dæmigerð fyrir vinnubrögð hins frábæra vísindamanns, stafrétt
útgáfa, ýtarlegar skýringar, og með fylgir rækileg ævisaga bréfritara eftir Jón
Helgason (sem upphaflega birtist með útgáfu hans á kvæðum Bjama). Ekkja
Jóns, Agnete Loth, cand. mag., annaðist útgáfuna eftir lát hans. Að þessu
bréfasafni er mikill fengur.
Forseti vék síðan að næstu verkefnum Sögufélags.
Saga 1987, 25. bindi, er í undirbúningi undir ritstjórn Sigurðar Ragnarsson-
ar og Sölva Sveinssonar. Þó væri þess að geta, að áður en á löngu liði mundi
sjá dagsins Ijós nýtt hefti af Sögu í nokkuð öðrum búningi en vani er, Ný saga,
eins og kosið hefði verið að kalla ritið. Er stefnt að því, að Saga geti komið út
tvisvar á ári, vor og haust. Gert er ráð fyrir, að vorheftið verði í stærra broti
en hin hefðbundna Saga og ríkulega myndskreytt. Vitnaði forseti síðan til
ummæla í síðasta hefti Sögu, þar sem þessi breyting var boðuð: