Saga - 1987, Qupperneq 286
284
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1987
Reynt verður að hafa efnið sem aðgengilegast með frísklegri upp-
setningu. Greinarnar yrðu að jafnaði styttri en þær sem birtast í
Sögu, venjulega 5-10 síður, og höfundum uppálagt að hafa stíl sinn
sem léttastan og liprastan. Fyrirhugaðir eru nokkrir fastir liðir og má
nefna að áhersla verður lögð á að fá fram skoöanaskipti, valinkunnir
menn lýsa viðhorfum sínum til sögu og sagnfræði, minnst verður
tímamóta eftir því sem við á, birt viðtöl og bréf sem kunna að berast
frá lesendum. Lengd hvers heftis verður um 100 síður.
í ritnefnd hafa starfað allmargir ungir sagnfræðingar. Af hálfu stjórnar
félagsins Guðmundur Jónsson, en aðrir eru: Agnes Arnórsdóttir, Eggert Pór
Bernharðsson, Guðmundur Hálfdanarson, Margrét Guðmundsdóttir, Ólaf-
ur S. Ásgeirsson, Ragnheiður Mósesdóttir, Sveinn Agnarsson og Sumarliði
ísleifsson. Áskrifendur Sögu munu fá Nýja sögu senda, og er ætlunin, að
áskriftargjald verði svipað fyrir bæði heftin og verið hefur fyrir Sögu eina, en
reiknað er með, að haustheftið minnki eitthvað. Má segja að þessi tilraun til
nýbreytni sé gerð til að koma á móti kröfum tímans, sem kallað er; vonandi
nær hún tilgangi sínum og fellur félagsmönnum í geð.
Eins og tilkynnt var á aðalfundi í fyrra, samþykkti stjórn Sögufélags að
gefa út íslandssögu frá upphafi byggðar til nútímans í einu bindi, um 450 bls.
að stærð. Höfundur ritsins að meginhluta er dr. Björn Porsteinsson, en Berg-
steinn Jónsson, dósent, mun rita sögu 20. aldar og Helgi Skúli Kjartansson,
lektor, annast ritstjórn verksins. Eins og kunnugt er, var kveikjan að þessari
útgáfu íslandssaga sú á dönsku, sem Politikens Forlag í Kaupmannahöfn gaf
út haustið 1985 og fyrrgreindir menn stóðu að. Ritverk það, sem Sögufélag
stefnir að útgáfu á, er þó óháð hinni dönsku útgáfu, algerlega nýtt og sjálf-
stætt verk. T.d. mun texti Björns verða þar talsvert fyllri en í dönsku út-
gáfunni og kafli Bergsteins er nýsamning. Stjórn Sögufélags vonast til, að
með þessari bók komi á markað vönduð Islandssaga, sem geti orðið al-
menningseign, en slíkt rit hefur mjög skort á markað um alllangt skeið; er
það tæpast vansalaust. Lagt verður kapp á, að ritið komi út svo fljótt sem
verða má.
Þá hefur Sögufélag í undirbúningi útgáfu bókar, ritaðrar af 10-15 nemend-
um presta, sem „héldu skóla" á heimilum sínum og kenndu efni allt til stú-
dentsprófs. Þar lýsa höfundar dvöl og námi í þessum heimaskóla prestanna.
Sr. Sigurjón Einarsson á Kirkjubæjarklaustri hefur að eigin frumkvæði unnið
að söfnun efnis til þessa rits. Hér er um merkan þátt í menningarsögu þjóð-
arinnar að ræða, sem vert er að skráður sé, og sjálfsagt að fá þessu efni gerð
skil „meðan enn er hægt að leita til fólks sem sjálft var nemendur í heima-
skólunum og kynntust af eigin raun hvemig margir íslenzkir prestar gerðu
heimili sín að menningarsetrum byggðanna", eins og sr. Sigurjón segir i
bréfi til félagsins. Stefnt er að útgáfu á þessu ári, ef unnt verður að hafa hand-
rit tilbúið í tæka tið.
Alþingisbækur íslands, 17. bindi, mun væntanlega fara í prentsmiðju-
vinnslu, áður en á löngu líður, og gæti þá komið út eftir h.u.b. 2 ár, ef vel
gengur, eins og nefnt var fyrr, en þar með lyki þessari ritröð.
Landsnefndarskjöl 1770-71, 3. bindi, er áfram í undirbúningi í umsjón Helga