Saga - 1987, Síða 288
286
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1987
andi um mikilvægi hins þjóðlega menningararfs: sögu, bókmennta
og tungu.
Ég þakka öllum félagsmönnum fyrir stuðning þeirra við félagið á
undanförnum árum og vona, að hann aukist enn frekar á komandi
tímum, svo að Sögufélag megi dafna og vera ávallt hlutverki sínu
vaxið. Stjórnarmönnum, verzlunarstjóra, ritstjórum Sögu og öðru
starfsfólki þakka ég gott starf og góða samvinnu á liðnu stjórnartíma-
bili.
Reikningar. Gjaldkeri félagsins, Heimir Þorleifsson, gerði grein fyrir reikning-
um Sögufélags fyrir árið 1986, sem lágu fyrir á fundinum, undirritaðir af
kjörnum endurskoðendum félagsins, en unnir af fyrirtækinu Endurskoðun
og reikningsskil s.f.
Að því búnu var orðið gefið laust um skýrslu forseta og reikninga. Enginn
kvaddi sér hljóðs. Síðan voru reikningar bornir undir atkvæði fundarmanna
og samþykktir samhljóða.
Kosningar. Skv. 3. gr. félagslaga skyldu tveir aðalstjórnarmenn, kjömir á
aðalfundi 1985, ganga úr stjórn á aðalfundi 1987; voru það Einar Laxness og
Heimir Þorleifsson; þeir vom endurkjörnir til tveggja ára, eða til aðalfundar
1989. Aðrir aðalstjórnarmenn voru Anna Agnarsdóttir, Ólafur Egilsson og
Sigríður Th. Erlendsdóttir, kjörin á aðalfundi 1986 til tveggja ára. í varastjórn
til eins árs var endurkjörinn Halldór Ólafsson, en í stað Guðmundar Jóns-
sonar, sem baðst undan kosningu að þessu sinni, var kjörinn Helgi Skúli
Kjartansson, einnig til eins árs. Endurskoðendur reikninga til eins árs voru
endurkjörnir Ólafur Ragnarsson og Sveinbjöm Rafnsson og til vara Hörður
Ágústsson.
Önnur mál. Loftur Guttormsson tók til máls og spurði hvort stjórn Sögufélags
hefði hugleitt hvert yrði framhaldið á útgáfu sögulegra heimilda nú þegar
sæi fyrir endann á tveimur viðamiklum útgáfum (Alþingisbókunum og Lands-
yfirréttar- og hæstaréttardómum). Taldi Loftur vel til fundið að þetta yrði sett á
dagskrá fyrir næsta aðalfund og gætu félagsmenn þá komið með hugmyndir
um framhald. Einar Laxness svaraði Lofti og sagði tímabært að huga að
þessu. Hins vegar sagði hann endurprentun og endurvinnu fyrstu binda
Alþingisbókanna fyrirliggjandi verkefni. Hann sagði áætlun og tillögur um áfr-
amhaldandi útgáfu sögulegra heimilda í bígerð og yrði athugasemd Lofts
tekin til athugunar.
Fyrirlestur. Að loknum aðalfundarstörfum og kaffihléi flutti Kjartan Ólafs-
son, fyrrv. ritstjóri, erindi, sem hann nefndi „Dýrafjarðarmálið 1856. Upp-
reisn Isfirðinga gegn stefnu Jóns Sigurðssonar". Var erindið ýtarlegt og hið
fróðlegasta og gerður að því góður rómur meðal fundarmanna.
Fundarstjóri þakkaði mönnum fundarsókn og sleit síðan aðalfundi Sögu-
félags 1987.