Saga - 2003, Page 7
Formáli
Það er gömul saga og ný að þeir sem með völd fara - opinberir aðilar
eða einkaaðilar - freistast gjarnan til þess að túlka söguna sér í hag.
Af þeirri ástæðu er mikilsvert að nemendur grunn- og framhaldsskóla
læri að þekkja þær forsendur sem slíkar túlkanir hvíla á. Þetta eru meðal
þeirra atriða sem koma fram í viðtali Margrétar Gestsdóttur við Sue
Bennett, sem birt er fremst í þessu hefti, en Bennett hefur um langt skeið
staðið framarlega í samtökum sögukennara í Evrópu og þekkir vel til
sögukennslu víða í álfunni. En samtíð og saga fléttast ekki aðeins saman
í málflutningi valdamanna, heldur gerist það einnig í rannsóknum og
skrifum fræðafólks. Sé litið á þetta hefti Sögu, er ljóst að samtíminn
virðist vera höfundum ofarlega í huga, jafnvel í skrifum þeirra um
heiður á miðöldum, sögukennslu sunnar í álfunni, þorskastríð, sjálf-
stæðisbaráttu Bretóna á átjándu öld eða hugmyndafræði yfirlitsrita hér-
lendis og erlendis. Vissulega er þó einstaklingsbundið að hvaða marki
og hversu meðvitað höfundamir tvinna saman fortíð og samtíma.
I þessu hefti er að finna þrjár langar fræðilegar ritgerðir. Þar af eru
tvær eftir unga fræðimenn, Viðar Pálsson og Einar Sigmarsson, sem
báðir hafa nýlokið sínum fyrstu prófgráðum og kynna hér rannsókn-
amiðurstöður sem tengjast lokaritgerðum sínum. Viðar fjallar um einn
þekktasta einstakling Islandssögunnar, Snorra Sturluson, og færir rök
fyrir því að heiður sá er honum tókst að afla sér hafi fremur byggst á
virðingu en auði. Einar Sigmarsson tekur upp gamalt deilumál sem
eldri lesendur Sögu ættu að kannast við. Á ámnum 1975 og 1977 deildu
nefnilega tveir valinkunnir fræðimenn, Jakob Benediktsson og Lýður
Bjömsson, á síðum tímaritsins um það hver væri höfundur þekktrar
Islandslýsingar, Qualiscunque descriptio Islandiae. í greininni færir Einar
rök fyrir því að ekki sé óyggjandi, að Oddur Einarsson biskup sé höf-
undur lýsingarinnar heldur kunni hann að hafa hreinskrifað hana og
þar með jafnvel eignað sér verk annars manns. Þá gerir Sigurður Gylfi
Magnússon ýmis nýleg innlend yfirlitsrit að umtalsefni. Hann
gagnrýnir það sem hann kallar „yfirhtshugsunina" í íslenskri sagnfræði
og færir rök fyrir því að áberandi munur sé á aðferðum íslenskra og
erlendra fræðimanna við ritun yfirlitsverka.
Dálkurinn Viöhorf sem tekinn var upp á síðasta ári virðist ætla að festa
sig vel í sessi og í þessu hefti em fimm viðhorfsgreinar. Þar ber fyrst að
nefna umfjöllun Helga Skúla Kjartanssonar um nýlega skýrslu sam-
gönguráðuneytisins um menningartengda ferðaþjónustu. Hann bendir