Saga - 2003, Page 8
6
FORMÁLI
meðal annars á þann sess sem túlkanir á sögunni hafa í skýrslunni og
setur fram gagnrýni á sumar þeirra. I öðru lagi er þar að finna innlegg
Jóns Viðars Sigurðssonar um virðingu á þjóðveldisöld, efni sem mörg-
um er hugleikið um þessar mundir. Hann fjallar um nauðsyn þess að
taka tillit til stéttaskiptingar og stjómmálaþróunar við rannsóknir á
heiðri. Þriðja greinin er eftir Guðmund Hálfdanarson og er hún andsvar
við gagnrýni Arna Björnssonar í síðasta hefti Sögu á hugmyndir hans og
nokkurra annarra fræðimanna um þjóðernið. Þá ber að nefna grein
Einars Hreinssonar þar sem hann svarar þeirri gagnrýni sem Torfi K.
Stefánsson Hjaltalín setti fram í síðasta hefti Sögu á ritdóm Einars sem
áður hafði birst í Sögu. Loks bregst Axel Kristinsson við skrifum
Magnúsar Stefánssonar um staðamál í síðasta hefti.
I síðasta tölublaði Sögu vom ýmsar nýjungar kynntar. Má þar helst
nefna dálkinn Viðtal en núverandi ritstjórar hyggjast byrja hvert tölu-
blað á viðtah við fólk sem tengist rannsóknum á fortíðinni eða miðlun
sögunnar til fræðimanna og almennings. í síðasta hefti var einnig boðuð
aukin umfjöllun um sjónræna miðla, þar sem meðal annars var birt löng
grein um sögulegar heimildamyndir. í þessu hefti kynnum við nýjan
dálk sem við nefnum Sjónrýni og ætlað er að vera vettvangur fyrir
greiningar á sögulegu sjónvarpsefni, kvikmyndum og sýningum. í
þessu hefti er að finna úttekt Guðna Th. Jóhannessonar á Síðasta vals-
inum, þremur heimildaþáttum um þorskastríðin. Færir hann meðal
annars rök fyrir því að nauðsynlegt sé að umgangast munnlegar heim-
ildir af mikilli varkárni. I næstu heftum er ætlunin að efla þennan dálk
enn frekar.
í þessu hefti Sögu eru tíu ritdómar. Auk þess eru birtar þrjár ritfregnir
og er þar um enn eina nýjungina að ræða. Ritfregnum er ætlað að vera
stuttar kynningar á mikilvægum sögulegum fræðiritum, svo sem
greinasöfnum, ráðstefnuritum, uppsláttarritum, stoðritum og þýddum
verkum.
Fjölmargir hafa komið að vinnslu þessa heftis, höfundar, ritrýnar,
prófarkalesarar, starfsmenn Sögufélags, ráðgefandi ritnefnd, þýðendur
og prentvinnslufólk, og þökkum við þeim hér með öllum fyrir vel unnin
störf.
Ljóst má vera að þetta hefti einkennist af fjölbreyttu efnisvali. Það
teljum við raunar vera einu leiðina til að höfða bæði til fræðimanna og
þess fjölmenna hóps almennra lesenda sem hefur brennandi áhuga á
umræðum og rannsóknum á íslenskri fortíð. Sú umfjöllun getur von-
andi þjónað sem mótefni gegn misnotkun sögunnar.
Hrefna Róbertsdóttir og Páll Björnsson