Saga - 2003, Síða 18
16
SIGURÐUR GYLFIMAGNÚSSON
mann, kvatt sér hljóðs og látið ljós sitt skína.1 Sameiginleg ein-
kenni þessara verka eru nokkur: I fyrsta lagi er áberandi uppeld-
issjónarmið í skrifum höfundanna sem hér eru tilgreindir. Verið
var að brýna lýðinn til betri verka, að stíga fram og taka þátt í upp-
byggingu þjóðfélagsins af fullum þrótti. í öðru lagi er klifað á
mikilvægi framfara og framsækinna viðhorfa. Andstæður nútím-
ans og fyrri tíma voru skýrar í hugum flestra, glæst framtíð blasti
við ef rétt væri á málum haldið. Jafnvel ólíkindatól eins og skáld-
ið og kennari Lærða skólans, Benedikt Gröndal, tók undir með
þeim sem nefndir voru hér að framan að framfarir hafi verið stór-
stígar og bendir á að þrátt fyrir barlóm í blöðum „þá er samt ekki
að sjá neina tiltakanlega fátækt hér, alt slæpist einhvernveginn af,
og kvartanir um atvinnuleysi er vandræðaþvaður".2 Hér voru því
nær allir sammála og form frásagnarinnar virðist þvinga höf-
undana beinlínis til að komast að sömu niðurstöðu. Frásagnar-
hátturinn gefur lítið svigrúm en um leið og leitað er í aðrar heim-
ildir kemur í ljós að skoðanir fólks voru ekki allar jafnglaðhlakka-
legar. Þannig lýsir Stephan G. Stephansson skáld og bóndi í
Markeville í Kanada skoðun sinni á tímanum í bréfi til vinar síns
árið 1900: „Ég er hálfleiður á heiminum, öld hugsjónanna er liðin
í bráðina, öld ofbeldisins tekin við og við hana hefi ég ekkert gott
að sýsla".3 Og þar varð Stephan G. sannspár.
Þjóðþekktir menn hafa á síðustu árum unnið efni fyrir almenn-
ing um öldina tuttugustu, bæði í máh og myndum, sem tekið hef-
ur verið eftir.4 Bækur þeirra falla inn í mynstur framfarasögunnar
enda tæplega til þeirra efnt nema til að stikla á því „markverð-
asta" í sögu þjóðarinnar. Frásögnin er línulaga þar sem einn atburð-
1 Þetta kemur skýrt íram í hugleiðingum þessara manna um aldamótin 1800
og 1900. Sjá: Magnús Stephensen, Eptirmæli Atjándu Aldar. - Valtýr Guð-
mundsson, „Framfarir á Islandi á 19. öldinni". - Þorvaldur Thoroddsen,
„Hugleiðingar um aldamótin". - Jón Olafsson, „Heims-sjá árið 1900".
2 Benedikt Gröndal, „Reykjavík um aldamótin 1900", bls. 191.
3 Viðar Hreinsson, „Kvöðin og kjaminn", Lesbók Mbl. 4. desember 1999. Til-
vísunin er úr Bréf og ritgeröir I, bls. 104.
4 Island í aldanna rás. Aðalhöfundur Illugi Jökulsson. Bækumar em þrjár og
skiptast upp í eftirtahn tímabil: 1900-1950, 1951-1975 og 1976-2000. - 20.
öldin - Brot úr sögu þjóöar. Ritstjóri Jakob F. Ásgeirsson. Þá má benda á að
gerðir hafa verið ítarlegir sjónvarpsþættir um öldina og þeir sýndir á síð-
ustu ámm hér á landi.