Saga - 2003, Page 20
18
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
sem gjarnan er felld í skorður yfirlitsins. Skáld, rithöfundar og
aðrir listamenn hafa í þessu sambandi í auknum mæh kannað
skilin milli ímyndunar og reynsluheims Ufandi manna. Sjálfið hef-
ur komist á flot, ef svo má að orði komast, og hstamennirnir hafa
hiklaust gert tilraunir með eigið sjálf og samfélagið sem er í kring-
um þá. Öll þessi nýja nálgun á mannlegan veruleika hefur haft
mikil áhrif á fræði og listir víða um heim. Listamenn hér á landi
hafa óhikað tekist á við þá áskorun sem uppgjörið við öldina hef-
ur krafist. Margar af nýlegum thraunum skálda og rithöfunda eru
beinlínis staðsettar í íslenskum veruleika eða sýndarveruleika, eft-
ir því hvernig á það er htið. í þessu sambandi má benda á að Jón
Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur í ReykjavíkurAkademí-
unni ritaði grein í Skírni 1997 þar sem hann gerir grein fyrir upp-
gjöri nokkurra rithöfunda við framgang aldarinnar tuttugustu.6
Jón Yngvi segir meðal annars um þetta uppgjör:
Franski fræðimaðurinn [Jean-]Frangois Lyotard telur nútímann,
tíma iðnvæðingarinnar á nítjándu og tuttugustu öld, hafa ein-
kennst af valdi yfirgripsmikilla frumsagna. Þessar frumsagnir
eru - eða voru - kenningakerfi sem áttu að útskýra heiminn og
manninn endanlega, eins og t.a.m. marxisminn, sálgreiningin
og síðast en ekki síst sú framfaratrú sem fylgt hefur vestrænum
þjóðfélögum frá því á tímum upplýsingarinnar. I samtímanum,
á hinum póstmódema tíma, hafa þessar fmmsagnir glatað krafti
sínum og í stað þeirra hafa orðið til ýmsar smásagnir, staðbundn-
ar eða jafnvel einstakhngsbundnar frásagnir til skýringar á
veruleikanum. Lyotard sér ákveðið frelsi í þessu hruni fmm-
sagnanna. Hið póstmóderna ástand einkennist af nýjum mögu-
leikum og rými innan hins kapítahska þjóðskipulags sem gefur
færi á andófi gegn skipulaginu sjálfu. Ég er ekki sannfærður um
síðastnefnda atriðið, a.m.k. er augljóst að shkt frelsi fæst ekki
ókeypis og ef fmmsagnir okkar um sífehda framþróun til betra
hfs em fallnar - eins og allt bendir raunar til - hefur slíkt hmn
6 Hér er átt við bækur þeirra Einars Kárasonar, Guðmundar Andra Thors-
sonar og Olafs Gunnarssonar. Ef betur er að gáð kemur í Ijós að fjölmörg
skáld og rithöfundar á sfðustu árum tuttugustu aldar lögðu í mikið upp-
gjör við umfjöllun samtímans um tuttugustu öldina. Sjá Einar Má Guð-
mundsson, Alfrúnu Gunnlaugsdóttur, Vigdísi Grímsdóttur og fleiri.