Saga - 2003, Side 23
AÐFERÐ f UPPNÁMI
21
fræðimanna um aðferðir sem áður var beitt við fræðilegar grein-
ingar. Aherslan á minnisumræðuna hefur tengst upplausn „miðj-
unnar", kerfanna sem stjórnuðu „minningarframleiðslunni".
Þannig voru heilu kerfin smíðuð með það í huga að stýra hvaða
minningum væri vert að hampa og hverjar skyldu bældar eða
kæfðar. Með ofangreindri upplausn hefur mannskepnan snúið sér
í ríkara mæli að eigin minningum; einstaklingarnir hafa stigið inn
í söguna og gert tengsl sín við atburðarásina (sársaukann) sýni-
legri eða jafnvel að sérstöku viðfangsefni.10
„Við erum það sem við munum", var einhvern tíma sagt, en hin
einkennilega þversögn blasir þó við, nefnilega að allt er dregið í
efa sem við þykjumst muna. Fjölmiðlar eru ósparir á að sýna okk-
ur atburði og hugmyndir í öðru ljósi en við töldum að þeir hefðu
gerst og þess vegna er hægt að taka undir með bandaríska sagn-
fræðingnum Michael S. Roth um að „minnið, rétt eins og sagn-
fræðin, er alltaf búið til í samtímanum eða er viðbrögð við hon-
um". Og hann heldur áfram: „Og við höfum orðið vitni að því á
undanförnum árum að minni eins einstaklings getur gengið í ber-
högg við minningar annarra".* 11 Með öðrum orðum, viðmiðin sem
fræðin höfðu stuðning af og hægt er að nefna stórsögur, þau
molnuðu niður í hugmyndaheimi fræðimanna og almennings.
Endurmatið hófst af fullum krafti í lok síðustu aldar og það hafði
áhrif á hvernig fræðimenn hafa fjallað um söguna og fortíðina.
Sagan með stóru essi varð fyrir mikilli gagnrýni frá þeim hóp-
um sem höfðu orðið út undan í hinni hefðbundnu söguritun yfir-
litsritanna; konur, börn, minnihlutahópar og aðrir sem töldust til
jaðars þjóðfélagsins (the others) kröfðust sinnar sögu, ekki aðeins
vegna þess að þáttar þeirra í heildarsögunni væri ekki getið, held-
ur einnig vegna þess að niðurstaða nývæðingarinnar hafði geng-
ið af þeirra eigin minni dauðu. Um leið og hið sameiginlega minni
hópa dofnaði í hraða nútímans, tóku við tilraunir ýmissa afla til að
varðveita sérstöðu minninga sinna og móta þannig hið sögulega
minni. Eins þverstæðukennt og það kann að hljóma, snerist
10 Sjá áhugaverða grein um minnishugtakið: Susan A. Crane, „Writing the
Individual Back into Collective Memory", bls. 1372-1385. Sömuleiðis:
Alon Confino, „Collective Memory and Cultural History: Problems of
Method", bls. 1386-1403. Einnig ritgerðasafnið Historical Perspectives on
Memory, og Nancy Wood, Vectors ofMemory.
11 Michael S. Roth, The lronist's Cage, bls. 9. Allar þýðingar eru mínar nema
annars sé getið, S.G.M.