Saga - 2003, Page 24
22
SIGURÐUR GYLFIMAGNÚSSON
baráttan oft um að koma sögu minnihlutahópa inn í yfirlitsritin í
stað þess að tæta þau niður í öreindir sínar. Þessi þverstæða hefur
verið gerð að umtalsefni í nýlegum greinum, einkum sú sem snýr
að viðhorfum þekktra kynjasögufræðinga eins og bandaríska
sagnfræðingsins Lynn Hunt, fyrrverandi forseta samtaka banda-
rískra sagnfræðinga, og einnig ítalsk-bandaríska einsögufræð-
ingsins Gianna Pomata. Báðar hafa þær hvatt til þess að kynja-
sagnfræðingar gerðu tilraun til að hafa áhrif á uppbyggingu yfir-
litsritanna í stað þess að hafna þeim.12 Ástæðan er að öllum lík-
indum af háskólapólitískum toga, það er að akademískar stofn-
anir knýja gagnrýnisraddir inn á brautir sem henta þeim best og
innan þeirra marka fá þær sína meðferð.13
Fræðasamfélagið hefur því skipt sér upp í nokkrar fylkingar.
Margir hafa fylgt sjónarmiðum Hunt, Pomata og annarra í fræð-
unum sem hafa viljað stuðla að breytingum á yfirlitsritunum; hver
atburðurinn á fætur öðrum hefur verið tekinn til endurskoðunar
og frásagnir og umfjallanir um atburðina hafa gjörbreyst. Með
öðrum orðum, yfirlitsritin lifa í þessum hópi víðast hvar í dag
ágætu lífi en á nýjum forsendum. Á sama tíma hefur öflugur hóp-
ur sagnfræðinga dregið í efa að æskilegt sé að búa til samfellt yf-
irlitsrit þar sem atburðarásinni er haganlega skipað niður á tíma-
ásinn. Margir femínistar, svo dæmi séu tekin, hafa skellt skolla-
eyrum við þessari kröfu um samfelluna og ráðist á yfirlitsritin af
krafti á sínum forsendum.14 Tenging rannsóknareiningar við
stærri heildir, þessi almenna kvöð yfirhtshugsunarinnar, er örugg-
12 Sjá: Sigurður Gylfi Magnússon, „Einvæðing sögunnar", bls. 128-138.
13 Virkni og starfsaðferðir stofnana á borð við háskóla fylgja gjaman flóknu
og viðkvæmu ferli. I þessu sambandi má benda á frábæra grein Torfa H.
Tuliniusar þar sem hann greinir þær áherslur sem ólík svið samfélagsins
lúta og tekur þar háskólasamfélagið sérstaklega fyrir. Hann bendir á að
innan þess sé að finna „táknrænt auðmagn" sem myndist með ýmsu móti
eins og vegna ættar-, vináttu- eða hugmyndafræðilegra tengsla. Hags-
munir eru þannig varðir með kjafti og klóm, hagsmunir sem hafa lítið sem
ekkert með fagleg viðmið að gera. Torfi bendir einnig á að hópurinn, það
er háskólasamfélagið, trúir á þennan leik af öllu hjarta og þar kynnir hann
til sögunnar hugtakið „illusio" sem franski fræðimaðurinn Pierre Bour-
dieu notaði og þýðir 'blekking'. Torfi H. Tulinius, „Virðing í flóknu sam-
félagi", bls. 62-65.
14 Um þetta fjalla ég í grein sem birtist í Journal of Social History vorið 2003:
„The Singularization of History: Social History and Microhistory within
the Postmodem State of Knowledge."