Saga - 2003, Page 28
26
SIGURÐUR GYLFIMAGNÚSSON
vill ekki í eitt skipti fyrir öll) fortíð þjóðarinnar í heildstæðu sam-
hengi. Þetta viðhorf virðist gera ráð fyrir að veröldin öll stefni
fram á við og hægt sé að skýra gangverk sögunnar í einni eða fleiri
kenningum. Það er einmitt þessi sama framþróunarhugsun sem
felst í nývæðingarhugtakinu sem nánast allir höfundarnir keppast
við að mæra, en það liggur að baki kröfunni um hið heildstæða yf-
irlit.22 Hugmyndin er sú að fræðimenn nái betri tökum á þekking-
unni með því að taka hana saman og skýra í stóra samhenginu.
Ritstjórar Sögu 2000 lögðu fyrir höfunda tímaritsins að taka sam-
an helstu þekkingaratriði sem tengdust viðfangsefnum þeirra, að
því er virðist til, að sýna hvemig fagið hafi stefnt í „rétta" átt, náð
meiri fullkomnun. Tjáning sagnfræðinga er að þessu leyti heft,
njörvuð niður í yfirlitshugsun sem þvingar hugmyndir og grein-
ingu í fyrir fram gefnar kvíar.
Hin línulega hugsun
Inngangsgrein Inga Sigurðssonar prófessors við Háskóla Islands í
Sögu 2000 vekur athygh, en hann lýsir þróun íslenskrar sagnfræði
á tuttugustu öld undir formerkjum framþróunar. Ingi tæpir á
framvindu íslenskrar sagnfræði frá miðöldum fram til nútímans
og í henni koma fram á afar skýran hátt viðhorfin til nývæðingar.
Ingi rekur þróunarsöguna allnákvæmlega í lengstu grein heftisins
og hún er á einn veg: Allt horfir til framfara hvar sem borið er nið-
ur. Þar skiptir einu hvort rætt er um sagnaritunina sjálfa (þar sem
stóru yfirlitin eru lofuð), ferðalög sagnfræðinga út fyrir landstein-
ana, kynni þeirra af erlendum þingum og fundum og síðast en
ekki síst „tilkoma tölvupósts og Netsins", sem samkvæmt frásögn
Inga hefur aukið samskiptamöguleika sagnfræðinga.23 Um hug-
myndalegar hræringar og jafnvel skoðanaskipti er lítið sem ekkert
fjallað fyrir utan það sem fram kemur í eftirfarandi tilvitnun:
Hugmyndafræði sú, sem birzt hefur í sagnaritun Islendinga á
þessu tímabili, er mjög fjölbreytt; engin hugmyndastefna hefur
verið yfirgnæfandi. A tímabilinu hafa átt sér stað fjörug skoð-
anaskipti um ýmis sagnfræðileg áhtamál, þar sem ólíkar túlk-
anir hafa komið fram. Má þar nefna annars vegar umræðu um
22 Peter N. Steams, „Modemization".
23 Ingi Sigurðsson, „Þróun íslenzkrar sagnfræði frá miðöldum til samtím-
ans", bls. 9-32, einkum 27.