Saga - 2003, Page 32
30
SIGURÐUR GYLFIMAGNÚSSON
ina, eitthvað sem gæti varla rúmast nema í yfirgripsmiklu þjóð-
arsöguriti sem tæki yfir nývæðingu íslensks samfélags í heild.33
Hér er það forgangsmaður yfirhtsrita á Islandi sem tjáir sig og því
engin furða að hann skuh brýna menn til góðra verka. Fyrr í grein-
inni fjallar Gunnar um rit nokkurra heiðursmanna sem hann telur
mikilvæg fyrir viðfangsefni sitt og lýkur þeirri umfjöhun með
þessum orðum: „Bækur þeirra eru auðugar af nákvæmum, mikil-
vægum staðreyndum og eru því allra gagnlegustu verkfæri þeirra
sem skrifa yfirlitsrit eða kenna yfirlitsnámskeið um tímabil
þeirra."34 Þannig verða eldri sagnfræðirit undirstaða fyrir kom-
andi kynslóðir, nauðsynlegur grunnur í hinni línulegu hugsun
framfarahyggjunnar, steinar í þá vörðu sem enn er verið að hlaða
og kalla mætti safn til sögu Islands.
Gunnar Karlsson hefur ekki aðeins einbeitt sér að kennslubóka-
gerð síðasta aldarfjórðunginn heldur hefur hann ritað yfirhtsrit
fyrir almennan markað, innlendan og erlendan.35 Og Gunnar
heldur áfram að gefa út kennslubækur, núna síðast á þessu ári
kom út bók fyrir framhaldsskóla.36 Að auki er búið að ráða hann
tímabundið að Þjóðminjasafni Islands til þess að vinna í hópi
starfsmanna safnsins og annarra fræðimanna við grunnsýning-
arnar sem opna á á næstu misserum. Það má því segja að veruleg-
ur hluti lífsstarfs Gunnars hggi á sviði yfirlitsrita enda er tekið
mark á honum þegar hann tjáir sig um efnið. Sem dæmi má taka
að Gunnar lagði til við upphaf ritunar Kristni á Islandi að ekki yrði
farið út í frumrannsóknir, heldur aðeins teknir saman eldri þræð-
ir: „Ráðið ekki hóp af rannsóknarglöðum sagnvísindamönnum",
lagði Gunnar til á ráðstefnu um efnið árið 1990, „og leyfið þeim að
grafa sig ofan í rannsóknir, hvern í sinni holu. Ef þið gerið það
koma sennilega fáir þeirra upp aftur fyrr en á 21. öldinni, einhverj-
33 Gunnar Karlsson, „Sagan af þjóðríkismyndun íslendinga 1830-1944", bls. 129.
34 Sama rit, bls. 118.
35 Sjá ritdóm Einars Hreinssonar sagnfræðings og doktorsnema í Svíþjóð um
nýjasta yfirlitsrit Gunnars Karlssonar, Icéland's 1100 Year, sem birtist á vef-
síðu Historisk tidskrift: www.historisktidskrift.nu. Þess má og geta að Har-
ald.Gustafsson gagnrýndi bókina í Sögu XL:2 (2002). Þar gerir hann meðal
annars að umtalsefni tengsl yfirhts í bók Gunnars og þjóðemisstefnunnar
(þjóðemisrómantík), en eins og menn vita þá hefur yfirlitssagan lengi ver-
ið notuð til að þjappa „þjóðinni" saman um ákveðin gildi. Sjá einkum bls. 253.
36 Sjá kennslubók Gunnars Karlssonar og meðhöfunda hans: Fornir tímar.