Saga - 2003, Síða 33
31
AÐFERÐ í UPPNÁMI
ir koma aldrei upp, og þeir sem koma upp koma með eitthvað allt
of stórt og ólögulegt til þess að það rúmist í yfirlitsriti um kristni
þjóðarinnar í 1000 ár."37 Að ráðum Gunnars var farið samvisku-
samlega, eftir því sem ég best fæ séð, og útkoman er samantekt í
ritstjóm Hjalta Hugasonar guðfræðiprófessors á hátt í 2000 síðum,
í fjómm bindum sem kostuðu sextíu milljónir króna.381 varnaðar-
orðum sínum sem birtust í Sögu 1991 rekur Gunnar nokkur rauna-
leg dæmi um ritun yfirlitssögu á Islandi til þess að rökstyðja þá
skoðun sína að menn megi ekki grafa sig í rannsóknarvinnu við
slík tækifæri. Hann spyr sig hins vegar ekki hvers vegna menn
ættu almennt að vera að vinna að verkum af þessu tagi.39 Gunnar
bendir þó á að fyrri mistök við ritun yfirlitssögu séu af eftirfarandi
ástæðum: „Þau hafa öll liðið fyrir oftrú á fmmrannsóknir í saman-
burði við það heildstæða sköpunarverk sem yfirlitsrit þarf að
vera."40 Gunnar hefur gefið sig allan að hugmyndafræði yfirlits-
rita og markað þar djúp spor. Þessar hugmyndafræðilegu leiðir
hefur Gunnar kennt við „iðnskóla sagnfræðinnar". I umfjöllun
um hann hefur Gunnar talið sig standa á jaðri fræðigreinarinnar
en nú er svo komið, eins og greina má í Sögu 2000, að öll greinin,
sérstaklega „sögustofnunin", er með yfirlitsritin á heilanum,
þennan bautastein iðnskólafræðslunnar í fræðigreininni.41
Hugmyndir Gunnars um yfirlitsrit virðast við fyrstu sýn vera
hefðbundnar og allt að því vængstýfðar. En þegar betur er að gáð
kemur annað í ljós. Gunnar kastar nefnilega fram afar ögrandi
fullyrðingu sem ég veit ekki til að hafi verið rædd:
En, segja menn, það er ekki hægt að skrifa yfirlit um efni án þess
að fyrst hafi verið gerðar fmmrannsóknir. Það er alveg rétt, en
37 Gunnar Karlsson, „Vamaðarorð um kristnisögu", bls. 143.
38 Sjá umfjöllun sagnfræðinganna Lám Magnúsardóttur og Páls Bjömssonar
um öll fjögur bindi verksins í Skírni 2001: Lára Magnúsardóttir, „Kristni á
miðöldum", bls. 195-221. - Páll Bjömsson, „Er hægt að rita hlutlægt um
andlega hreyfingu?", bls. 222-243.
39 Við athugun á bókinni Aö læra af sögu er ekki að sjá að Gunnar rökstyðji
sérstaklega þá grunnhugmynd sem yfirlitið gengur út frá.
40 Gunnar Karlsson, „Vamaðarorð um kristnisögu", bls. 148.
41 Sjá afar athyglisverða umfjöllun Gunnars í sjálfsævisögubroti sinu í bók-
inni Islenskir sagnfræöingar. Þar ræðir hann hvernig hugmyndir hans um
miðlun sagnfræðinnar („iðnskólafræðslan") innan sagnfræðiskorar Há-
skóla íslands hafi vikið fyrir rannsóknaráherslum samkennara hans.
Gunnar Karlsson, „Saga af sagnfræðingi sem vildi gera gagn", bls. 235.