Saga - 2003, Page 35
AÐFERÐ f UPPNÁMI
33
gætu staðið á, rök sem myndu hafa góð áhrif á hvemig sagnfræð-
ingar hugsuðu um fræðigrein sína. Því miður slær Gunnar á þessa
hugmynd með eftirfarandi orðum: „En sá sem ætlar að stíga hvert
framfaraspor í sögu með því að færa sífellt sama fótinn, hann fær-
ist óhjákvæmilega í hring". Hver sem skoðun fræðimanna er á
þessari staðhæfingu Gunnars þá dregur hún fram mjög áhugavert
álitamál sem allt of sjaldan er rætt, nefnilega: Hvað er að finna í
heimildum?45 Ég er þeirrar skoðunar að ef fleiri höfundar yfirlits-
rita hefðu nýtt sér þessa hugmynd sem Gunnar kastar hér fram þá
gæti verið eitthvað á yfirhtsritunum að græða og yfirlitshugsunin
bæri þá frjóanga sem gætu blómstrað með tíð og tíma.
Yfirlitshugsun Gunnars Karlssonar birtist með allsérstæðum
hætti í fullyrðingu sem er ætlað að sýna hvernig endurvinna megi
Kristnisögu Jóns Helgasonar biskups: Stofninn eða kjaminn í sögu
Jóns gæti staðið, samkvæmt hugmyndum Gunnars, en nýjungum
mætti bæta inn sem síðan mynda hið nýja kristnisögurit, kennt
við Jón Helgason og meðhöfunda. Ég fæ ekki betur séð en að þessi
dæmisaga afhjúpi þá skoðun Gunnars að sagnfræðin sé Htið ann-
að en safn til sögu Islands, að hluta staðreyndaþula sem tekur þó
breytingum eftir smekk og tímabilum.
Ungir íslendingar munu nú geta lesið kennslubækur eftir
Gunnar Karlsson á öllum stigum grunnskólans og í framhalds-
skólum landsins. Þegar í háskóla er komið ætti ungdómnum ekki
að verða skotaskuld úr því að stafa sig í gegnum rúmlega fjögur
hundmð blaðsíðna sögu landsins á ensku (Iceland's 1100 Years),
það er ef Gunnar verður ekki búinn að koma út „um 1.700 blað-
síðna efni í handbók um sögu Islendinga" sem hann hefur safnað
meðal annars úr ritgerðum nemenda sinna úr Háskóla Islands frá
1991.46 Gunnar Karlsson hefur nú þegar lagt á ráðin um hvernig
best sé að halda á málum á nýrri öld. Þessar 1.700 blaðsíður „ættu
45 Þetta tiltekna atriði gerði ég að umtalsefni i nýlegum ritsmíðum. Sjá: Sig-
urður Gylfi Magnússon, „Að kasta ellibelgnum". Sjá einnig: Sigurður
Gylfi Magnússon, „Að stíga tvisvar í sama strauminn".
46 Gunnar Karlsson, „Saga af sagnfræðingi sem vildi gera gagn", bls. 237.
Merkileg er frásögn Gunnars af því hvemig hann „samdi" við þessa nem-
endur sem tóku þátt í að rita námsritgerðir sem áttu að fara í eitt allsherj-
aryfirlitsrit, en Gunnar „bað þátttakendur að afsala sér skriflega öllum
rétti til ritverka sinna, bæði til ráðstöfunar og greiðslu." Sjá: Gunnar
Karlsson, „Kennslutengdar rannsóknir", bls. 420. Ég hygg að hér hljóti að
vera um einsdæmi að ræða í samskiptum nemenda og kennara á háskóla-
3-SAGA