Saga - 2003, Page 36
34
SIGURÐUR GYLFIMAGNÚSSON
sagnfræðingar næstu kynslóða", ef draumar Gunnars verða að
veruleika, „að fá rétt - og skyldu - til að auka og endurbæta eftir
einhverjum reglum sem ég er ekki tilbúinn að orða að sinni. Þess
konar síendumýjanleg Islandssaga væri mjög í anda þeirra hag-
nýtu viðhorfa sem ég hef haldið fram í starfi mínu [...]".47 Gunnar
Karlsson reifar svipaða hugmynd á öðrum stað í hinni fræðilegu
sjálfsævisögu sinni þegar hann lýsir furðu sinni á því að nýjar
námskrár gmnn- og framhaldsskóla gerðu bækur hans úreltar,
eða eins og hann orðar það að námskrámar hefðu „verið notaðar
sem tilefni til að ryðja þeim út úr skólunum". Gunnar lýsir því yfir
að hægt hefði verið að nota bækur hans áfram, sérstaklega í gmnn-
skólunum, en Námsgagnastofnun hefði kosið að láta rita nýjar.
Skoðun sína rökstyður Gunnar með eftirtöldum hætti: „Aftur á
móti held ég að vænlegra hefði verið að semja nýjar bækur á ein-
hvern hátt í framhaldi af mínum, að nota sér það úr þeim sem
kennumm ber sæmilega saman um að hafa gefist vel og bæta
markvisst úr annmörkum sem hafa komið fram."48 Hér er því
komin enn ein útfærslan á sömu aðferð og endurvinnslan á
Kristnisögu Jóns Helgasonar átti að lúta, eins konar forskrift að
„iðnskólafræðslu" sagnfræðinnar.
Alltfram streymir endalaust
Það þarf varla að vekja furðu hversu margir höfundar Sögu 2000
skrifa í anda yfirlitsritsins ásamt því að kalla í sama mund eftir rit-
un yfirhtssögu, það er samfelldrar Unulegrar þróunar. Hér má enn
nefna dæmi. Ég hef á öðmm vettvangi bent á ákall Lofts Gutt-
ormssonar prófessors við Kennaraháskóla Islands og forseta
Sögufélags um gott yfirlit þegar hann nefnir í sambandi við ritun
byggðasögu „að vant sé yfirlitssögu í anda hinnar nýju félags- og
menningarsögu".49 Þá birti Loftur á sjálfu aldamótaárinu grein á
ensku sem fjallaði um þróun sagnfræðinnar í þessum sama fram-
stigi. Það er í það minnsta afar óvenjuleg ráðstöfun að fara fram á við
nemendur að þeir afsali sér rétti til hugsmíða sinna, á meðan á kennslu
stendur, til þess að hægt sé að nýta það með einhverjum ótilteknum hætti
í yfirlitsrit, sérstaklega þegar haft er í huga að tilefnið er ekki meira en raun
ber vitni.
47 Gunnar Karlsson, „Saga af sagnfræðingi sem vildi gera gagn", bls. 237.
48 Sama rit, bls. 235.
49 Loftur Guttormsson, „Rannsóknir á félagssögu 19. og 20. aldar", bls. 154.
Sjá: Sigurður Gylfi Magnússon, „Einvæðing sögunnar", bls. 126.