Saga - 2003, Page 39
AÐFERÐ í UPPNÁMI
37
loðandi verkið en Sagnfræðistofnun Háskóla íslands stendur að
rituninni. Annar hópur vinnur svo að ritun sögu Stjórnarráðs
Islands undir ritstjórn Sumarliða ísleifssonar, sem er sagnfræð-
ingur í ReykjavíkurAkademíunni, enn einn að riti um Landsvirkj-
un, sem Sigrún Pálsdóttir doktor í sagnfræði frá Oxford-háskóla á
Englandi ritstýrir. Séra Gunnar Kristjánsson doktor í bókmennta-
fræði og prófastur í Kjalamesprófastsdæmi er formaður ritstjómar
nýrrar yfirlitssögu um biskupsstólana sem er styrkt af Kristni-
hátíðarsjóði. í nýlegu blaðaviðtah greinir séra Gunnar frá því að
saga biskupsstólanna sé stærsta verkefni sjóðsins á sviði menn-
ingar- og trúararfs bæði í fyrstu og annarri úthlutun.57 Þá hafa
tveir háskólaprófessorar, Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormssön,
unnið í mörg ár að yfirlitsriti um alþýðumenningu á Islandi á
nítjándu og tuttugustu öld með nokkmm meðhöfundum.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að mörg byggðasögurit em
brennd marki yfirlitssögunnar en þau hafa verið eitt helsta við-
fangsefni margra sagnfræðinga á síðari árum, ásamt fyrirtækja- og
stofnanasögu af ýmsu tagi. Loks verður ekki hjá því komist að
nefna frægasta yfirlitsrit Islandssögunnar að endemum, nefnilega
Sögu lslands sem var ætlað að koma út í tilefni af ehefu hundruð
ára afmæh íslandsbyggðar. Dæmi er um að höfundar hafi skilað
inri yfirUtsgreinum sínum fyrir rúmum tuttugu og fimm ámm og
þær em enn óútgefnar!58
Er ekki kominn tími til að sagnfræðiskor Háskóla Islands gang-
ist við gjörningum sínum og sérhæfi sig í „iðnskólafræðslu" sagn-
fræðinnar, eins og Gunnar Karlsson lagði til á sínum tíma?
57 „Biskupsstólamir voru höfuðstaðir íslands", DV16. des. 2002. Verkið fékk
fjórar milljónir króna í fyrstu og annarri úthlutun og mun væntanlega
verða styrkt áfram á næstu árum, fram til 2006.
58 Hér má vísa f afar athyglisverða umfjöllun Gunnars Karlssonar um sinn
þátt í þessu verki: „í Kaupmannahöfn [árið 1971] og á árunum á eftir lauk
ég líka nokkum veginn við minn hlut í Sögu Islands, ekki aðeins kaflann
um þjóðveldistímann í II. bindi heldur einnig 245 blaðsíðna handrit um
landshöfðingjatímann svokallaða, 1874-1904. í seinni tíð sé ég svolítið eft-
ir því að þetta verk mitt skyldi ekki koma út, því að það reynist hafa ver-
ið stómm nýstárlegra en það sem ég skrifaði um þjóðveldistímann, [...]".
Gunnar Karlsson, „Saga af sagnfræðingi sem vildi gera gagn", bls. 231.