Saga - 2003, Page 44
42
SIGURÐUR GYLFIMAGNÚSSON
Páll Bjömsson fjallaði um Kristni á Islandi á vettvangi Skírnis og
fellst ekki á þessa yfirlýsingu Gunnars um hlutlægnina (sem
Gunnar nefnir líka hlutleysi). Páll spyr í titli greinar sinnar: „Er
hægt að rita hlutlægt um andlega hreyfingu?" og mér sýnist
honum takast nokkuð bærilega og áreynslulaust að sýna fram á að
slíkt sé fjarstæða, „Það ætti því ekki að koma neinum á óvart",
segir hann „að efnistök höfundanna em ólík: I þeim birtast lífsvið-
horf þeirra, afstaða til þjóðkirkjunnar og ólíkar rannsóknarað-
ferðir."67 Gunnar hefur ekki svarað þessari ákúm Páls, svo mér sé
kunnugt, en hér hafnar Páll í raun þeirri hugmynd að hægt sé að
rita hlutlæga frásögn. Ohætt er að taka undir þá skoðun í það
minnsta þannig að sautján manna kór ólíkra einstaklinga hljómi
sem ein rödd, einn hugur.68
Engin goðgá er að rekja þessar hugmyndir um hlutlægnina hér
á landi til Gunnars Karlssonar og hugmyndafræðilegrar nálgunar
hans. Víst má telja að Gunnar telji sig rita sínar kennslubækur í
anda hlutlægni, hann tjáir sig um þær leiðir sem menn ættu að
fara við ritun yfirlitsrits á borð við Kristni á Islandi og hann tekur
út verkið tíu ámm síðar og gefur því heilbrigðisvottorð hlutlægrar
sagnfræði, enda sjálfur hlutlaus sagnfræðingur! Þannig hefur
Gunnar greinilega haft mikil áhrif á hvemig Helgi Skúh ritaði bók
sína, enda þakkaði Helgi Skúli Gunnari og ritnefndinni margfald-
lega fyrir framlag hennar í fyrirlestri sínum. Prófessorinn Gunnar
Karlsson, sem lengst af hefur staðsett eigin fræðimennsku á jaðr-
inum, er nú orðinn miðjan sjálf, nafli íslenskrar sagnfræði.69
Hinn þekkti hollenski prófessor í hugmyndasögu og söguspeki
Frankhn R. Ankersmit lét svo um mælt þegar hann var inntur eft-
ir því hvað fæhst í póstmódemisma í viðtah við pólska dósentinn
Ewu Domanska sem birtist í bókinni Encounters árið 1998:
Frá mínum sjónarhóli felur póstmódernisminn fyrst og fremst í
sér staðfestingu á því að nú til dags stefni allt í meiri sundmng,
upplausn og fráhvarf frá miðjunni. Þetta kemur alls staðar fram
[...] Nútíminn er orðinn að hreiðri mótsagna - sem án nokkurs
vafa er hrein martröð fyrir heiðarlegan stjómmálamann. Aht
67 Páll Bjömsson, „Er hægt að rita hlutlægt um andlega hreyfingu?", bls. 243.
68 Aðalhöfundar Kristni á Islandi era fimm, höfundar afmarkaðs efnis era níu
og myndaritstjórar era þrír.
69 Það er mjög auðvelt að greina þetta stöðumat Gunnars í sjálfsævisögukafla
hans í bókinni Islenskir sagnfræöingar.