Saga - 2003, Side 57
VIÐAR PÁLSSON
/,Var engi höfðingi slíkr sem Snorri"
Auður og virðing í valdabaráttu
Snorra Sturlusonar
Lengst af hefur auður verið talinn hafa skipt sköpum í valdabaráttu þjóð-
veldisaldar, auður hafi verið ein gjöfulasta uppspretta valda. Frá grund-
vallaratriðum þeirrar kenningar hafa fáir vikið. Þáttur virðingar í valda-
baráttunni hefur hlotið aukna umfjöllun fræðimanna á undanfömum
Hússerum og spurningum verið velt upp um tengsl virðingar og valda. I
þessari grein er sjónum beint að tengslum valda, auðs og virðingar á þjóð-
veldisöld með því að gaumgæfa sögu manns sem sannarlega var allt í
senn, voldugur, auðugur og virtur, sögu Snorra Sturlusonar. Til þess að
meta vægi virðingar í baráttunni um völd og áhrif í þjóðveldinu er frá-
sögn Sturlu Þórðarsonar af veraldarvafstri Snorra skoðuð með hliðsjón af
kenningum Pierres Bourdieus um fjórdeilt auðmagn. í því ljósi eru tengsl
auðs og (ó)virðingar í sögu Snorra tekin til athugunar.*
Sumarið 1202 andaðist Bersi hinn auðgi frá Borg á Mýrum.
/,Tók Snorri Sturluson arf eftir hann. Réðst hann þá til bús til
Borgar ok bjó þar nökkura vetr."1 Víst má telja, þótt ekki segi bein-
Urn orðum í heimildum, að Snorri hafi með þessu eignast sitt
fyrsta goðorð, Mýramannagoðorð.2 Þannig hófst valdaferill
Snorra Sturlusonar. Hann hófst á sama tíma og valdasamruni
þjóðveldisaldar komst á verulegan skrið og svo virðist sem þörf
fynr stórgoða í Borgarfirði hafi orðið knýjandi á svipuðum tíma.
* Helgi Þorláksson las greinina yfir í uppkasti og gerði gagnlegar athuga-
semdir; kann ég honum bestu þakkir fyrir aðstoðina.
1 Sturlunga saga I, bls. 240.
2 Gunnar Karlsson, „Stjómmálamaðurinn Snorri", bls. 30. - Jón Viðar Sig-
urðsson, Frá goðorðum til ríkja, bls. 64. - Bersi Vermundarson keypti Borg af
nafna sínum Halldórssyni, sem hafði tekið Borg og Mýramannagoðorð að
erfðum eftir föður sinn, Halldór Egilsson. Eins og Lúðvík Ingvarsson hef-
ur bent á er óvíst hvort goðorðið var í eigu Bersa Vermundarsonar áður en
það rataði til Snorra. Hvað sem því líður, hefur Snorri eignast goðorðið á
þessum tíma. Lúðvík Ingvarsson, Goðorð og goðorðsmenn III, bls. 60-64.
s“ga XLI: 1 (2003), bls. 55-96.