Saga - 2003, Page 59
„VAR ENGIHÖFÐINGISLÍKR SEM SNORRI"
57
hverjar tekjulindir goða voru og hvernig gríðarlegur auður Snorra
nýttist honum í valdabaráttunni. Er saga hans dæmi um að auður
hafi getið af sér völd?
I meginhluta greinarinnar er þáttur virðingar og vinsælda í
valdabaráttu Snorra kannaður og vægi virðingar gagnvart auði
með tilliti til valda metið. Til þess að meta virðingu Snorra er hún
skoðuð út frá kenningum franska félagsfræðingsins Pierres
Bourdieus um fjórdeilt auðmagn.7 Tekið er til nákvæmrar athug-
unar hvað aflaði Snorra virðingar og hvað óvirðingar. I hverju
fólst virðing? Hvernig öðluðust menn virðingu? Gátu menn keypt
sér virðingu? Til þess að svara því eru teknar til umfjöllunar hug-
myndir Helga Þorlákssonar og Peters J. Wilsons um tengsl auðs
°g virðingar. Þeir hafa báðir fært rök að því að virðingu hafi menn
ekki öðlast í hlutfalli við auð sinn heldur hafi annað ráðið meiru
þar um. Styður rannsókn á veraldarvafstri Snorra niðurstöður
þeirra?
„Inn mesti fjárgæzlumaðr"
Af Sturlungu má ráða að Snorri var auðugur með afbrigðum. Þó er
erfitt að festa hendur á umfangi auðlegðarinnar. Snorri var afar
klókur og kænn við að viða að sér jarðeignum og átti eða hafði
ráðstöfunarrétt yfir allmörgum jörðum. Auk þess komust örugg-
lega þrír staðir undir hans stjórn: Reykholt og Stafholt í Borgar-
hrði og Melur í Miðfirði.8 Staðinn á Breiðabólstað í Fljótshlíð kann
Snorri að hafa fengið með Hallveigu Ormsdóttur, síðari konu
sinni, því að Björn Þorvaldsson, fyrri eiginmaður hennar, bjó þar
°g var kenndur við hann, og faðir hennar, Ormur Jónsson, hafði
þar staðarforráð á sinni tíð. Af heimildum má ráða að staðaryfir-
ráð gengu víða erfðum án þess að biskup blandaði sér í málin, en
7 Torfi H. Tulinius birti stutta grein árið 2000 þar sem hann vakti athygli á
nytsemd kenninga- og hugtakakerfis Boudieus við rannsóknir á veraldar-
vafstri Sturlusona, og tengslum virðingar og valda á þjóðveldisöld al-
mennt. Torfi H. Tulinius, „Snorri og bræður hans", bls. 49-60. - Torfi skrif-
ar einnig í Sæmdarmenn og dýpkar þar hugleiðingar sínar um notagildi
hugtakakerfisins. Torfi H. Tulinius, „Virðing í flóknu samfélagi", bls.
57-89.
8 Sturlunga saga T, bls. 241-242, 359. - Diplomatarium Islandicum I, bls.
349-350. - Islandske Annaler indtil 1578, bls. 122. - Byskupa SQgur II, bls. 258.