Saga - 2003, Page 60
58
VIÐAR PÁLSSON
þegar Ormur tók við staðnum á Breiðabólstað í lok 12. aldar er
sagt berum orðum að Þorlákur biskup, móðurbróðir hans, hafi
veitt honum staðinn. Það er því rökrétt að álykta að biskup hafi
einnig veitt þeim staðinn sem sátu hann síðar. Ormur dó 1218 og
þá tók Björn við búi og goðorði. Björn dó þremur árum síðar og
auðsætt er að bú og goðorð hans hafa erfst til Hallveigar, og kom-
ist þar með undir yfirráð Snorra, og svo til sona hennar, Klængs
og Orms. Skammt var á milli dauða Snorra og Klængs en eftir
dauða þeirra býr Ormur á staðnum. Hvorki er getið um veitingu
staðarins af hendi biskups til Snorra eða Orms né er sagt beinum
orðum að þeir hafi farið með staðarforráð. Það verður þó að telj-
ast líklegra en ekki.9 Torvelt er að meta jarðeignir Snorra til fjár því
að mat á jörðunum og nákvæma skrá yfir þær skortir. Það er engu
að síður ljóst að jarðaauðurinn hefur samsvarað fáeinum tugum
meðaljarða.10
Snorri var féríkur með eindæmum. Þegar Sturla Sighvatsson
náði ríki Snorra undir sig sat hann um hríð í Reykholti og sagðist
„svima í fé Snorra."11 Þótt einungis sé tekið til fjárins sem Snorri
tók með konum sínum tveim, þegar hann kvæntist Herdísi og
gerði helmingafélagið við Hallveigu, var það tæplega tvö þúsund
hundruð, eða um tvö þúsund kúgildi. Séu jarðeignir hans lagðar
við og haft í huga að líklega átti hann meira en getið er um bein-
um orðum, sést að auðmaður er síst rangnefni á Snorra. Hann sótti
fast að eignast bæði lönd og lausa aura og var fastheldinn á feng-
ið fé.
Þekktust, og líklega áhrifamest, allra bóka um Snorra Sturluson
9 Sturlunga saga I, bls. 140, 242, 271, 278, 412, 444, 454. Þótt staðimir væru
auðugir má telja líklegt að einnig hafi þótt virðulegt að ráða kirkjulegum
stofnunum, það hafi tengt viðkomandi og hið æðra yfirvald nánari bönd-
um en ella.
10 Jón Viðar reynir í doktorsritgerð sinni að meta jarðaauð Snorra. Hann
kemst að þeirri niðurstöðu að séu staðimir taldir með þeim jörðum sem
nefndar em megi ætla verðgildi þeirra um 640 hundmð, sem samsvarar
um 32 meðaljörðum. Jón Viðar hefur ekki forsendur til þess að reikna þetta
út en niðurstaða hans er ágæt til þess að átta sig á því um hversu háar
tölur er hugsanlega um að ræða. Auðvitað skiptir arðurinn af stöðunum
meginmáli þegar verðmæti þeirra er athugað, en um umfang hans vitum
við nánast ekkert. Jón Viðar Sigurðsson, Chieftains and Power in the
Icelandic Commonwealth, bls. 112-113.
11 Sturlunga saga I, bls. 395.