Saga - 2003, Síða 62
60
VIÐAR PÁLSSON
eða beinlínis að sækja fé til bændanna til þess að veita þeim aft-
ur."14 Hér ræðir því um eins konar hringrás auðs. Einnig má
finna dæmi þess í Sturlungu að þingmenn hafi greitt sektir eða
bætur goða síns, og þótti eðlilegt. Þegar Snorri tapaði fyrstu lotu á
móti Magnúsi allsherjargoða þurfti hann að inna fé af hendi.
„Bændr af Akranesi gengu til handsala fyrir Snorra", segir Sturla.15
Þegar konungur gerðist æðstur maður í valdakerfinu og nýjar
lögbækur ruddu stjórnskipun þjóðveldisins úr vegi varð auður
mikilvægt tæki í valdabaráttunni á íslandi. Þegar líður frá þjóð-
veldinu tekur sú viðmiðunarregla að gilda að sá sem er auðugast-
ur er líklegastur til valda. Þetta stafaði af því að konungur leitaði
eftir að fá þeim umboðsstjóm landsins í hendur sem gátu staðið í
skilum á konungssköttum. Þeir sem áttu gnægð lands og aura
voru þá líklegastir til að geta safnað til sín afgjöldum konungs og
hagnast á því um leið. Þetta var reglan í margar aldir í gamla sam-
félaginu á Islandi. En í þjóðveldinu horfðu málin öðruvísi við, og
öldin önnur er Gaukur bjó á Stöng.16 Þá var engum konungi að
gjalda og tekjurnar mnnu einungis til þess að reka valdakerfi goð-
ans. Ef bændur hafa stutt goða sinn til valda með frjálsum fjár-
framlögum og tollum er vissulega spurning hversu mikinn auð
goðar hafa þurft í löndum og fé, til viðbótar við tolla, framlög og
greiðslur frá þingmönnum sínum, til þess að geta sinnt skyldum
sínum og hlutverki eins og til var ætlast.
Helgi Þorláksson hefur áætlað hversu mikinn auð goði þurfti til
þess að geta fótað sig í valdabaráttu þjóðveldisins. Hann telur að
nægilegt hafi verið að sitja vel staðsett höfuðból, fimmtíu til sex-
tíu hundraða, og hafa til ráðstöfunar svipað fé.17 Auðvitað er mjög
erfitt að fella þetta í tölur en samt sem áður er niðurstaðan sú að
líklega þurfti ekki nándar nærri jafnmikinn auð og Snorri hafði
milli handanna til þess að standa sig vel í baráttunni.
Gegn því að auður hafi getið af sér völd em tvær meginrök-
semdir, sú fyrri að auðsöfnun Snorra virðist undantekning, og sú
síðari að Sturlunga, og saga Snorra, styðja ekki hugmyndina. Sé
horft til íslenskra síðmiðalda liggur fyrir fjöldi heimilda um um-
fangsmikla jarðeignasöfnun valdamanna. Þegar fjallað er um
14 Helgi Þorláksson, „Fé og virðing", bls. 102-106.
15 Sturlunga saga I, bls. 268.
16 Helgi Þorláksson, „Fé og virðing", bls. 91,106.
17 Helgi Þorláksson, „Stéttir, auður og völd á 12. og 13. öld", bls. 64-67.