Saga - 2003, Page 63
„VAR ENGIHÖFÐINGISLÍKR SEM SNORRI"
61
þjóðveldistímann hefur svo jafnan verið bent á auðsöfnun Snorra
þegar rætt er um mikilvægi jarðeignasöfnunar. Sé betur að gáð
virðist þó ekki öðrum til að dreifa en Snorra. Ýmsir valdamenn
réðu fyrir nokkrum stórbýlum en ekkert í líkingu við Snorra eða
það sem síðar varð. Á hinn bóginn má auðveldlega finna dæmi
um menn sem hefjast til valda nánast með tvær hendur tómar.
Kolbeinn ungi hófst efnalítill til valda í Skagafirði og varð vinsæll
höfðingi án þess að leggja stund á auðsöfnun að séð verði. Hvor-
ugur bræðra Snorra, Þórður eða Sighvatur, virðist eiga völd sín
auðlegð að þakka. Sighvatur hófst til valda sem utanhéraðsmaður
í Eyjafirði með tvær hendur tómar og hornaugu héraðsmanna en
uieð persónulegum hæfileikum sínum ávann hann sér virðingu
°g fylgi. í greininni „Fé og virðing" sýnir Helgi Þorláksson með
samanburði á valdabrölti þeirra nafna Sturlu Þórðarsonar og Sig-
hvatssonar að það var ekki auður sem skipti sköpum og skýrir
nauninn á árangri þeirra, heldur miklu fremur virðing og hæfileik-
ar til þess að afla hennar.18
Sé rýnt í sögu Snorra er mjög örðugt að finna þess dæmi að auð-
legð hans umbreytist í völd, að hann kaupi sér völd með auðnum.
Fyrst er getið fjár hans þegar hann tekur arf eftir Bersa.19 Þegar
hann er sestur í Reykholt um 1206 er getið um fé hans öðru sinni.
Þá falla þessi orð, sem ágætt er að gaumgæfa sérstaklega: „Snorri
Sturluson fór búi sínu í Reykjaholt... Gerðist hann þá höfðingi
mikill, því at eigi skorti fé".20 Þessi orð hafa gjarnan verið notuð
því til rökstuðnings að auðurinn mikli sem Snorri komst yfir með
erfðum eftir Bersa auðga og staðarforráðum í Reykholti hafi
myndað styrka stoð undir veldi hans; „höfðingi mikill, því at eigi
skorti fé." Flestir skilja setninguna á þann veg að Snorra hafi færst
völd í hendur vegna þess að hann var auðugur, auður hafi getið af
sér völd. En það kemur illa heim og saman við þá staðreynd að
goðorð Bersa öðlaðist hann engu síður en auð hans, og ekki kom
auður Reykholts honum að gagni þegar hann tók staðinn, og þar
með auð hans, undir sig. Eins og glögglega má ráða af því sem
segir í Sturlungu er ekkert tilefni til þess að ætla að Snorra hafi
áskotnast goðorð sín með auði. Ekkert í frásögninni af því þegar
18 Helgi Þorláksson, „Fé og virðing", bls. 4, 6-7.
19 Sturlunga saga I, bls. 237, 240.
20 Sturlunga saga I, bls. 242.