Saga - 2003, Page 64
62
VIÐAR PÁLSSON
Snorri nær forræði Reykholts, eða Stafholts á svipuðum tíma, gef-
ur til kynna að það hafi hann gert í krafti auðs.21 En hvað merkir
þá setningin um höfðingjann og féð? Þegar Snorri sest í Reykholt
hefur hann sannað sig fyrir héraðsmönnum. Hann er virtur og
hefur áunnið sér tiltrú annarra. Þetta sést einfaldlega á trú Odda-
verja á Snorra sem sigurstranglegu höfðingjaefni í Borgarfirði og
trú þeirra manna á styrk hans sem fá honum goðorðshluta sína,
heila eða óheila, í hendur og staðarforráð. Þegar goði sannaði sig
með þessum hætti virðast fylgismenn hans hafa hlaðið undir hann
og styrkt, samanber það sem áður var sagt um tolla og fjárfram-
lög. Þá hófust menn til höfðingja. Hér verður ekki betur séð en að
Snorri hafi náð þessum áfanga í valdabaráttu sinni og héraðs-
menn hans hlaðið undir hann. Hann gerist höfðingi mikill með
fylgi og styrk héraðsmanna sinna og skortir því eigi fé.
Auk þess vitnis sem Sturlunga ber því á öðrum stöðum að
greiðslur þingmanna til goða sinna hafi tíðkast á þessum tíma ber
að nefna tvennt sem styrkir þennan skilning. Hið fyrra er að þeg-
ar Sturla víkur í þriðja sinn að fjármálum Snorra, næst á eftir þeim
ummælum sem rætt var um, segir frá því þegar bændur á Akra-
nesi gengu til handsala fyrir hann í viðureigninni við Magnús alls-
herjargoða.22 Hið síðara lýtur að notkun og merkingu orðsins höfð-
ingi. Höfðingi er vissulega haft um menn sem fara með völd en
það sem ávann mönnum að vera kallaður höfðingi var ekki síður
virðing, persónulegir kostir og vænleg staða í vinasamböndum og
bandalögum. Þannig eru félitlir menn ósjaldan taldir höfðingja-
efni vegna atgervis og persónulegra eiginleika.23 Þegar Snorri sat í
laugu og heimamenn hans mátu það svo að enginn væri höfðingi
slíkur sem hann er áherslan á mægðir hans og sambönd við aðra
virta höfðingja: „Sögðu menn, at þá... mátti engi höfðingi keppa
við hann [þ.e. Snorra] fyrir sakir mægða þeira, er hann átti. Snorri
sannaði þat, at mágar hans væri eigi smámenni."24 Snorri er höfð-
ingi vegna þess að hann hefur komið ár sinni vel fyrir borð með
vinfengi og bandalögum. Hann er ekki höfðingi vegna auðlegðar
sinnar. Og Snorri tengir ekki styrk venslamanna sinna við auð
þeirra. Orð hans vísa vafalítið til virðingar og fylgis.
21 Sturlunga saga I, bls. 241-242. - Byskupa SQgur II, bls. 258.
22 Sturlunga saga I, bls. 268.
23 Sturlunga saga I—II, sjá tilvísanir í „höfðingi" í atriðisorðaskrá bls. 480 í II.
24 Sturlunga saga I, bls. 319-320.