Saga - 2003, Page 67
„VAR ENGIHÖFÐINGISLÍKR SEM SNORRI"
65
tryggri vináttu við aðra menn. Fastheldnin aflaði honum aldrei
vinsælda og fylgis en stundum fjandskapar. Skýrast kemur þetta
fram í viðskiptum Snorra við syni sína, Jón murt og Órækju. I stað
þess að efla Jón murt til valda og tryggðar við sig hrakti Snorri
hann frá sér með klaufalegum hætti og heimti ekki aftur.30 Van-
efndimar við Órækju leiddu á endanum til þess að hann snerist
gegn Snorra um stundarsakir og varð honum síst til hjálpar á
erfiðum tímum.31 í báðum tilvikum gat Snorri ekki hugsað sér að
sjá á eftir Stafholti í hendur þeim. Og ójafnaður hans við fóstur-
syni sína Klæng og Orm var ekki til bóta fyrir hann.32
Snorri var áður vinmargur og mágar hans engin smámenni. Þá
sat hann í laugu á fögru kvöldi í Reykholti og átti sér engan jafn-
ingja. En gæfan er hverful, og skammt frá þessum sama stað og
Snorri naut Skriflu féll hann einn og varnarlaus í kjallara sínum.
Þá rættist spádómur heimamanns Snorra um fallvaltleika mág-
semdanna. Fyrir víginu stóð Gissur Þorvaldsson, umboðsmaður
konungs og fyrrum tengdasonur Snorra, og með honum Loftur
Pálsson, fyrrum bandamaður hans, Árni óreiða, fyrrum tengda-
sonur hans, og Klængur Bjamarson, fóstursonur hans. Kolbeinn
ungi, fyrmm tengdasonur hans, var og með í ráðum.33 Þeir sem
aður tryggðu völd hans mddu honum úr vegi.
Kenning Bourdieus - virðing og völd
Hver vom tengsl virðingar, auðs og valda? Snorri hófst til valda
með því að sýna hvað í honum bjó, menn öðluðust tiltrú á hann
sem höfðingja, hann var virtur af mönnum. í hverju fólst virðing
hans? Hvernig öðluðust menn virðingu á þjóðveldisöld?
Hentugt er að gera greinarmun á persónulegum heiðri og virðingu
þegar rætt er um virðingu á þjóðveldisöld. Persónulegur heiður
gat vaxið og hnigið hjá einum án þess að hafa bein áhrif á „virð-
ingarbúskap" annarra. Shkan heiður öðluðust menn af sjálfum sér
°g ræktun hæfileika sinna. Hins vegar kepptust framapotarar um
30 Sturlunga saga I, bls. 335.
31 Sturlunga saga I, bls. 359-361, 387-388.
32 Sturlunga saga I, bls. 452.
33 Sturlunga saga I, bls. 453-454.
S-SAGA