Saga - 2003, Page 69
,VAR ENGI HÖFÐINGI SLÍKR SEM SNORRI"
67
Lykilatriði í kenningu Bourdieus um fjórdeilt auðmagn35 er hin
formgerandi formgerð (e. structuring structure), afurð gagnvirkni
formgerða samfélagsins og eiginformgerða einstaklingsins.
Skurðpunktar innri formgerðanna, einstaklingsformgerðanna, og
ytn formgerðanna, samfélagsformgerðanna, hasla valdabaráttu
samfélagsins völl, athafnarými, hið félagslega rými (e. social space).
Allt það sem mönnum kemur að gagni í baráttunni um völd og
áhrif í hinu félagslega rými er tákngert sem auðmagn, allt sem þátt-
takendur hafa úr að spila og kemur þeim til góða. Bourdieu talar
um ótal gerðir auðmagns í verkum sínum og eru sumir flokkar
sérhæfðir undirflokkar en aðrir eru almennari. Grunntegundir
auðmagns eru þó fjórar: efnahagslegt auðmagn (e. economic capi-
tal), táknrænt auðmagn (e. symbolic capital), menningarlegt auðmagn
(e- cultural capital) ogfélagslegt auðmagn (e. social capital). Þessir
flokkar geta skarast allnokkuð.
Efnahagslegt auðmagn vísar til eigna, fjár og annars auðmagns
1 hefðbundnum skilningi. Táknrænt auðmagn vísar oftast til við-
urkenningar á öðru auðmagni, fyrst og fremst menningarlegu
auðmagni sem umbreyst hefur í táknrænt auðmagn og hlýtur
staðfestingu í tungumáli og orðræðu. Það felst einkum í því að
Segna hvers konar virðingarstöðum, formlegum eða óformlegum,
au þess að hafa endilega unnið til þess með eigin verðleikum eða
efriahag. Menningarlegt auðmagn er viðamesta auðmagnsteg-
undin og hefur hlotið mesta umfjöllun í verkum Bourdieus. Það
Vlsar til menningar og mennta í víðum skilningi. Bourdieu grein-
lr menningarlegt auðmagn í þrjá þætti. í fyrsta lagi vísar það til
hæfni manna og vilja til að mennta sig og skóla á alla lund í menn-
lngu, og þá fyrst og fremst „æðri" menningu. Hér koma því bæði
ril Persónulegir hæfileikar og menntagáfur til þess að temja sér
viðeigandi orðræðu, smekk og lærdóm.36 í öðru lagi vísar hugtak-
ið til áþreifanlegra hluta sem í raun geta talist táknrænt auðmagn
en eru til staðfestingar á þekkingu eða hæfileikum vegna þess að
eigandinn kann með þá að fara, til dæmis bækur menntamanns-
lns eða hljóðfæri tónlistarmannsins. í þriðja lagi er menningarlegt
35 Þótt Bourdieu sjálfur hafi skrifað á frönsku er hér vfsað til lykilhugtaka
hans á ensku til samræmis þeim ensku þýðingum sem vísað er til í grein-
inni.
36 Slfkan aðlögunarhæfileika kallar Bourdieu fágun (e. distinction).