Saga - 2003, Side 71
,VAR ENGIHÖFÐINGISLÍKR SEM SNORRI'
69
manni.38 Þótt Snorri hafi verið Sturlungi hlýtur að hafa blundað í
honum Oddaverji. Samskipti hans við Oddaverja eru mjög áhuga-
vert íhugunarefni í þessu sambandi, sem og spurningar um ættar-
tryggð á Sturlungaöld. Því hefur jafnvel verið varpað fram að
Snorri hafi fremur talið sig til Oddaverja en Sturlunga. Gunnar
Karlsson telur þetta fremur líklegt og bendir á til stuðnings að
Snorri hafi gefið elsta syni sínum, Jóni, nafn úr Oddaverjaætt en
ekki Sturlunga.39 Heimildir víkja aldrei beint að þessu efni og
skera ekki úr um viðhorf Snorra sjálfs en í ljósi stuðnings Odda-
verja við Snorra og uppeldis hans meðal þeirra er ómaksins vert
að gera lauslega grein fyrir stöðu Oddaverja á íslandi á dögum
Snorra.
Enginn vafi leikur á að Oddaverjar töldust göfugusta ætt lands-
ms á þjóðveldisöld, eða töldu sig a.m.k. vera það. Armann Jakobs-
son segir meðal annars: „Oddaverjar og Haukdælir höfðu undir
tok 12. aldar ríkari ættarvitund en aðrar íslenskar fjölskyldur og
konungsættarmetnað sem sést í Hungurvöku hjá Haukdælum, og
víðar hjá Oddaverjum." Og enn: „Allt menningarstarf þeirra [þ.e.
Oddaverja] einkennist af vilja til að verða konungsætt á íslandi."40
Oddaverjar töldu sjálfir að blátt blóð rynni sér í æðum. Þeir röktu
^ttir sínar til danskra Skjöldungakonunga og líklegt er að Páll
biskup Jónsson, sonur Jóns Loftssonar, hafi sett saman Skjöldunga
38 Sturlunga saga I, bls. 66. - Skýringar ogfræði, bls. 80, 84. Um ættgöfgi Sturl-
unga má benda á tvær ættartölur frá miðöldum: „Skrá um ættartölur
Sturlúnga, til Egils Sölmundarsonar í Reykjaholti og Gyðu systur hans í
Kalmanstungu", varðveitt í Uppsalabók, og „Ættartala Péturs Jónssonar og
Þorleifs ens haga Eyvindarsonar". Sú síðamefnda er frá 1310 en sú fyrri er
talin einhverjum áratugum yngri. í þeirri fyrrnefndu er Vigdís Svertings-
dóttir, föðuramma Snorra, rakin til Adams og Biblíuætta í gegnum forn-
uorræna konunga og Trójukappa. Slík þrírakning var alþekkt á kristnum
miðöldum og miðaði að því að halda á lofti ættgöfgi þeirra sem tengdir
voru fortíðinni með tölunum. - Diplomatarium Islandicum I, bls. 501-506,
III, bls. 10-13.
39 Gunnar Karlsson, „Stjórnmálamaðurinn Snorri", bls. 30.
“10 Ármann Jakobsson, / leit að konungi, bls. 296.