Saga - 2003, Blaðsíða 73
„VAR ENGI HÖFÐINGISLÍKR SEM SNORRI"
71
Einn áhugaverðasti angi umræðunnar um tengsl Snorra við
Oddaverja, og þann hag sem Snorri kann að hafa viljað hafa af
tengslum sínum við ættina, eru frásagnir Sturlungu af Snorra og
Solveigu Sæmundardóttur, dóttur Sæmundar Jónssonar í Odda.
Þegar Snorri skipti arfi eftir Sæmund 1222 er sagt frá því að hann
gisti að Keldum hjá Solveigu en hún fór síðan með honum til
Odda. „Þótti Snorra allskemmtiligt at tala við hana." Síðan segir
Sturla:
En er þau riðu frá Keldum, reið kona á mót þeim ok hafði flaka-
ólpu bláa ok saumuð flökin at höfði henni. Hafði hon þat fyrir
hattinn. Einn maðr var með henni. En þat var Hallveig Orms-
dóttir, er þá var féríkust á Islandi. Snorra þótti hennar ferð heldr
hæðihg ok brosti at.45
Stuttu síðar fékk Sturla Sighvatsson Solveigar.. „Fár varð Snorri
um/ er hann frétti kvánfang Sturlu, ok þótti mönnum sem hann
hefði til annars ætlat."46 Þessi stutta frásögn er uppspretta alls
kyns ályktana um persónu Snorra og athafnir. Sumir segja hana
sýna fégræðgi Snorra, aðrir þykjast greina gildan þátt í því hvers
Vegna Snorri snerist gegn Sturlu Sighvatssyni. Guðrún Nordal
gefur því sterklega undir fótinn að gifting Solveigar sé rótin að
valdabaráttu Sturlu og Snorra, að Snorri hafi hafið sókn gegn
Sturlu vegna Solveigarmála. Aðgerðir Snorra til að ná Snorrunga-
goðorði úr höndum Sturlu telur hún vafalaust sprottnar af Sol-
Veigarmálum.47
En er hyggilegt að draga þessar ályktanir? Þegar til frásagnar-
mnar eru gerðar eðlilegar kröfur um áreiðanleika sýnist hún varla
rísa undir þeim. Sturla, sögumaður okkar, fæðist 1214 og er því
urn átta ára að aldri þegar atburðirnir gerast. Hann er ekki við-
sfaddur, heyrir söguna líklega mörgum árum eftir að hún á að
hafa gerst og færir hana loksins í letur áratugum síðar. Jafnvel þótt
við tökum söguna trúanlega í meginatriðum, að Snorra hafi verið
hlýtt til Solveigar, hann jafnvel hugsað sér hana til kvonfangs og
honum þótt Hallveig frekar púkaleg, er valt að draga of sterkar
ályktanir af henni. Ekkert í Sturlungu bendir til þess að Snorri hafi
45 Sturlunga saga I, bls. 299.
46 Sturlunga saga I, bls. 300.
47 Jón Jóhannesson, íslendinga saga I, bls. 288. - Guðrún Nordal, Ethics
and Action in Thirteenth-Century Iceland, bls. 73-74, 84-85, 90-92, 98,121.