Saga - 2003, Page 75
„VAR ENGIHÖFÐINGI SLÍKR SEM SNORRI"
73
ætt Mýramanna en síðan af enn virðulegri ætt Oddaverja, auk
þess að vera einhverjum þræði Oddaverji inni við beinið. Eitt atriði má
taka til viðbótar og fella undir táknrænt auðmagn Snorra, setu
hans í Reykholti. Yfirráð Snorra í Borgarfirði færðu honum marga
kosti á búsetu og er áhugavert að velta því fyrir sér hvað réð vali
hans á Reykholti sem höfðingjasetri. Helgi Þorláksson hefur
manna best leitt í ljós í bókinni Gamlar götur oggoðavald mikilvægi
þess að höfðingjar sætu á búum sem væru vel í sveit sett í veldi
þeirra. Seta í þjóðbraut var, eða gat að minnsta kosti verið, mjög
styrk stoð í veldi hvers höfðingja.51 Borg á Mýrum var ekki í þjóð-
leið og því eðlilegt að Snorri færði sig um set til þess að þjóna bet-
ur markmiði sínu við myndun ríkis í Borgarfirði. En hvers vegna
Reykholt? Hvers vegna ekki Stafholt, sem hann eignaðist á svip-
uðum tíma? Tryggvi Már Ingvarsson hefur rannsakað leiðir í
horgarfirði og komist að þeirri niðurstöðu að Reykholt var í þjóð-
leið. Tryggvi telur að þjóðleiðir í Borgarfirði hafi legið um bæði
Stafholt og Reykholt og að „nær ómögulegt [hafi verið] að ferðast um
Vesturland án þess að eiga leið fram hjá öðruhvorum [sic] staðnum."52
Þegar Snorri átti í deilum við Sunnlendinga eftir fyrri utanför
sína sat hann í Stafholti „því at hann vildi eigi sitja í Reykjaholti,
ef hann ætti ófrið við Sunnlendinga."53 Hér sýnist Stafholt vera
hetra vígi en Reykholt. Hverjar sem ástæður þessa voru verður
ekki séð að Reykholt hafi haft augljósa kosti umfram Stafholt.
Auk þess bendir jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá
átjándu öld til þess að jörðin í Reykholti hafi þá verið landgæða-
snauð og án freistandi hlunninda.54
Reykholt var auðugur staður. Tekjur Snorra af honum hefðu
ekki verið minni þótt hann hefði setið annars staðar í ríki sínu.
Hvers vegna sat Snorri þá í Reykholti? Heimildir greina ekki frá
því hvað vakti fyrir Snorra með því. Hann „felldi mikinn hug til
staðarins" segir Sturla, en ekkert meira.55 Við getum ekki útilokað
völd og áhrif mága hans matinu, félagslegt auðmagn þeirra, heldur líka að
þeir voru sjálfir fæddir í virðulegar ættir.
51 Sjá einnig: Helgi Þorláksson, „Sauðafell. Um leiðir og völd í Dölum'. -
Helgi Þorláksson, „Hruni. Um mikilvægi staðarins".
52 Lbs.-Hbs. Tryggvi Már Ingvarsson, Leiðir tveggja alda, bls. 40 og víðar.
53 Sturlunga saga I, bls. 283.
54 Ámi Magnússon og Páll Vídalín, Jaröabók IV, bls. 230-231.
55 Sturlunga saga I, bls. 241.