Saga - 2003, Page 77
,VAR ENGIHÖFÐINGI SLÍKR SEM SNORRI'
75
Fræðimenn sem fjallað hafa um íslenska goðaveldið hafa meðal
annars reynt að nálgast þennan þátt með hliðsjón af rannsóknum
í mannfræði.58 Niðurstöður rannsókna mannfræðinga á samfélög-
um á nokkrum Kyrrahafseyjum hafa getið af sér líkan sem kallað
er „stórmenni-foringi".59 Líkanið lýsir valdaeiningum samfélaga
sem skortir miðstýrt valdakerfi. Völdin eru í höndum manna sem
hefjast til þeirra á grunni fylgismanna sinna og svipar mjög til
goðasamfélagsins. Stórmenni er þá samsvarandi goða en foringi
samsvarandi stórgoða. Helsti munurinn á stórmenni og foringja er
sá að stórmennið byggir veldi sitt nær eingöngu á stuðningi fylgis-
oranna sinna sem það tryggir með veislum, gjöfum og öðru slíku.
Sýni sjóðurinn botninn eða missi stórmennið aðdráttarafl sitt með
öðrum hætti er því búið fall og fylgismenn þess hverfa til þess sem
býður betur. Nái stórmennið hins vegar að afla sér svo mikils fylg-
is að „ríki" þess verður mjög stórt og efnahagur þess öllu um-
fangsmeiri en áður kann það að færast á stig foringjans. Foringjar
eru stórmenni sem ná að mynda varanlegri valdaeiningar en stór-
naenni. Völd foringja eru landafræðilega afmarkaðri en völd stór-
naenna og efnahagur og tekjur þeirra verða mun fastari í hendi en
áður. Foringinn hefur fastar tekjur af tollum eða öðrum sambæri-
iegum greiðslum, heldur um sig sveit manna (lífvörð, sveinalið)
°g stjórnar með ráðgjöfum og trúnaðarmönnum. Foringinn er
þannig minna háður fallvaltleika vinsældanna en stórmennið,
þótt auðvitað megi foringinn ekki slá slöku við í þeim efnum.60
Stórmenni tryggðu sér ekki síst fylgi með menningarlegu auð-
magni. Stórmenni sem aflaði sér vinsælda varð að sýna hugsan-
legum fylgismönnum sínum að töggur væru í því, það gæti,
kynni, vissi og vildi. Ef því tókst að byggja upp og viðhalda slíkri
ímynd í bland við persónutöfra komst það langt á leið. Snorri
hófst upp sem stórmenni og varð foringi. Til þess að afla fylgis og
styrkja vináttu og bandalög héldu goðar veislur og gáfu gjafir.
Gjafir voru ekki einungis gefnar til vináttu í okkar skilningi held-
6,6 Jón Viðar Sigurðsson, Frá goðorðum til ríkja, bls. 91 og áfram. — Helgi Þor-
láksson, „Fé og virðing".
^ Kallað „big man-chief" á ensku.
60 Marshall David Sahlins, Stone Age Economics, bls. 135-148 og víðar. - Helgi
Þorláksson, „Fé og virðing", bls. 109 og víðar. - Jón Viðar Sigurðsson, Frá
goöorðum til ríkja, bls. 91 og áfram.