Saga - 2003, Síða 78
76
VIÐAR PÁLSSON
ur mun frekar til þess að tryggja stuðning og styrkja bandalög.61
Gjöfum fylgdi siðferðisleg skylda endurgjalds, með gjöf, vináttu
eða þjónustu. Gjafir voru táknrænar en snerust sjaldnast um auð-
legð eða notagildi. Með vel heppnuðum veislum og góðum gjöf-
um til réttra aðila gat höfðingja vaxið fiskur um hrygg, hann gat
aukið táknrænt og félagslegt auðmagn sitt. Líklegt er að Snorri
hafi keppt um þingmenn með gjöfum og öðru slíku við Þórð bróð-
ur sinn og nafna hans í Görðum, móðurbróður þeirra.62 Fjölmörg
dæmi um gjafir til vináttu, tryggða og virðingar má finna í heim-
ildum. Haustið 1255 hélt Þorgils skarði veislu „með inni mestu
rausn" og bauð til sín „flestum heraðsbóndum inum beztum."
Þorgils leysti alla út með gjöfum og ,,[a]f þessari veizlu fekk Þor-
gils mikla virðing af bóndum." Þorgils þá svo sjálfur veisluboð og
gjafir á móti af héraðsmönnum, styrkti stöðu sína og ávann sér
fylgi héraðsmanna. Eftir fleiri veislur um veturinn „hafði hann
aflat sér vini marga ok mikla sæmð."63
Sjö sinnum er getið um mannfagnaði eða veislur á vegum
Snorra í Sturlungu. Eftir sekt Þorvalds Snorrasonar leituðu Sturla
og Sighvatur sátta hjá Snorra þannig að bæði hefðu Sturla og
Snorri sæmd af. Sturla og Þorvaldur fóru sáttaför í Stafholt ásamt
Sighvati og „[þ]ar váru þeir tvær nætr í allgóðum fagnaði."64
Snorri endurreisti Þorvald, ef svo má segja, og hefur vafalaust
ekki sparað að sýna honum í þessum fagnaði hver væri virðuleg-
astur höfðingi. Ari síðar fékk Gissur Þorvaldsson Ingibjargar
Snorradóttur og var brúðkaup þeirra í Reykholti. Til veislunnar
kom „it bezta mannval ór Borgarfirði ... Var þar in virðuligsta
veizla ok með inum beztu föngum, er til var á íslandi."65 Stuttu
síðar, um haustið 1224, „sótti Þorvaldr Snorrason brúðlaup sitt í
Stafaholt, ok var sú veizla in vegligsta."66 Veturinn 1226-1227 var
61 Gjafahugmyndafræði af þessum toga bregður fyrir í „Hávamálum", sbr.
erindi 41-42, 44, 46 og 48. Eddukvæði, bls. 28-29.
62 Sturlunga saga I, bls. 240. Um mismunandi túlkun frásagnarinnar um
Lundarmannagoðorð sjá: Gunnar Karlsson, „Stjórnmálamaðurinn Snorri",
bls. 30-31. - Jón Viðar Sigurðsson, Frá goðorðum til ríkja, bls. 85-86. - Helgi
Þorláksson, „Stórbændur gegn goðum", bls. 238.
63 Sturlunga saga II, bls. 207.
64 Sturlunga saga I, bls. 301.
6Í> Sturlunga saga 1, bls. 304.
66 Sturlunga saga I, bls. 304.