Saga - 2003, Qupperneq 79
„VAR ENGIHÖFÐINGI SLÍKR SEM SNORRI" 77
mjög kalt milli Snorra og Sturlu og hafði Snorri þá mannmargt hjá
sér. Þá hélt hann mannmarga „jóladrykki eftir norrænum sið",
sem heimildarmaður okkar, Sturla sagnaritari, var viðstaddur, og
hefur það vafalaust aflað honum virðingar og styrks meðal þeirra
fyrirmenna sem fagnaðinn sóttu.67 Árið 1232 „sendi Snorri orð
hórði, bróður sínum, ok Böðvari at Stað, syni hans, at þeir skyldi
koma suðr í Reykjaholt at heimboði, því at hann vildi þá treysta
vini sína. Var þat fyrir því, at þá horfði til deilu með þeim Kolbeini
Arnórssyni ... [V]ar þar allfögr veizla."68 Eftir þinglausnir næsta
sumar efndi Snorri enn til veislu, og aftur var Sturla sagnaritari
viðstaddur, nú við fjórða mann. Með honum voru í Reykholti
Sighvatur, Þórður kakah og Þorvarður úr Saurbæ. „Var þar allfögr
veizla." Þessi veisla er ágætt dæmi um sættaveislu því að í henni
»[g]erðu þeir bræðr ... um víg Vatnsfirðinga [sem Sturla vó í grið-
um sem Snorri hafði sett] ok urðu vel ásáttir. Snorri gaf Sighvati
spjót gullrekit at skilnaði ok kvað þat ófallit, at þeir skilði gjaf-
laust, svá sjaldan sem þeir fundust."69 Kjörið var að binda vináttu
°g leysa ágreiningsmál með veislum og gjafir innsigluðu sætt-
irnar. Að lokum getur veislu í Reykholti þegar brúðkaup Tuma
Sighvatssonar og Þuríðar Ormsdóttur fer fram. Lítið er sagt frá
henni og engin einkunn gefin.70
Frásagnir af veisluhöldum í Sturlungu benda til þess að veislur
hafi ekki verið haldnar eins oft og fjárráð leyfðu. Annars væru
vafalaust fleiri frásagnir af veislum. Enn fremur bera frásagnirnar
það með sér að markmiðið með veislum var ekki að ausa gegnd-
arlaust út gjöfum og öli handa gestum og gangandi, heldur voru
veislur haldnar á réttum tíma fyrir rétta aðila. Til veislna var völd-
um mönnum boðið og valdir menn úr þeirra hópi, þó stundum
allir, voru leystir út með gjöfum. Þetta mælir gegn því að með
67 Sturlunga saga I, bls. 315. Árni Bjömsson segir að „ýmsir stórlátir menn
[hafi] haldið fjölmennar jóladrykkjur" á þjóðveldisöld. Árni Björnsson,
„Almennir þjóðhættir", bls. 308-312. - Auk Snorra getur Sturlunga jóla-
veislna og jóladrykkna hjá Gissuri Þorvaldssyni. Þorgils skarði var við
jóladrykkjur í Sogni og hélt síðan sjálfur slíkan fagnað heima á íslandi og
Heinrekur biskup Kársson á Hólum hélt myndarlegar jóladrykkjur.
Sturlunga saga I, bls. 458, II, bls. 107-109, 138-141.
68 Sturlunga saga I, bls. 347.
69 Sturlunga saga I, bls. 362.
Sturlunga saga I, bls. 447.