Saga - 2003, Síða 80
78
VIÐAR PÁLSSON
veislum og gjöfum hafi höfðingjar „keypt" sér fylgi, og það þeim
mun meira sem fjárráð þeirra voru rýmri. Svo virðist að með veisl-
um og gjöfum hafi sambönd verið mynduð og treyst, sættum
komið á og gert um mál, en fjöldafylgi varla verið hamstrað með
þeim hætti.71
Eins og rannsóknir Peters J. Wilsons sýna,72 og Helgi Þorláksson
hefur dregið inn í umræðuna um þessi efni á Islandi,73 réð fagur-
fræði gæðum veislna en ekki kostnaðurinn.74 Góðar veislur kost-
uðu auðvitað alltaf mikið en það var samt ekki endilega sú veisla
sem mest kostaði sem fegurst var og best. Að halda góða veislu og
öðlast virðingu af henni var list. Það var ekki nóg að eiga troðna
pyngju til að halda góða veislu, það þurfti hugvit og smekkvísi.
Maturinn skyldi vera betri frekar en meiri, húsakynnin fegurri
frekar en rúmmeiri, gjafirnar fágætari og virðulegri frekar en dýr-
ari. Markmiðið var að vekja hrifningu og öðlast virðingu með því
að gera eitthvað sem aðrir gátu ekki. í þessu sambandi hefur vafa-
laust verið mikilvægt að eiga góð samskipti við erlenda kaup-
menn. Snorri veðjaði á rétta kaupmenn og hefur vafalaust haft all-
ar klær úti við að útvega erlendan varning, föng, klæði, búnað
ýmsan og fleira sem mátti gera góðar veislur betri. Bæði hefur
mátt skreyta híbýli erlendum munum og skrauti, bjóða upp á
fágæt föng og deila sjaldséðum varningi meðal valinna gesta.
Tilgangurinn með því að leggja svo mikið upp úr fagurfræði
veislnanna var líka að sýna að maður fylgdist með tískunni. Bent
hefur verið á að á tólftu og þrettándu öld hafi höfðingjar lagt
meira upp úr því en áður að sýna þjóðfélagslega stöðu sína með
því að greina sig frá almúganum. Það gerðu þeir einkum með því
að berast á í klæðnaði, með fögrum veislum og með því að halda
um sig sveinalið eða fylgisveit.75 Ekki er annað að sjá á ýmsum
heimildum en að íslenskir fyrirmenn hafi gert sitt ýtrasta til þess
að feta í fótspor kollega sinna erlendis með virðulegum klæðnaði
71 Helgi Þorláksson, „Fé og virðing", bls. 94-95 og víðar.
72 Peter J. Wilson, The Domestication of the Human Species, bls. 79-98,122-135.
73 Helgi Þorláksson, „Fé og virðing", bls. 96,120 og áfram.
74 Ég vek athygli á einkunnunum sem Sturla gefur veislum Snorra og reifað-
ar eru hér að framan. Sturla notar tvisvar orðið „allfögr" til þess að lýsa
veislunum og styður það kenningu Wilsons.
75 Richard Roehl, „Patterns and Structure of Demand 1000-1500", bls.
120-122. - Helgi Þorláksson, „Snorri Sturluson og Oddaverjar", bls. 55.