Saga - 2003, Qupperneq 82
80
VIÐAR PÁLSSON
varpa erlendum ljóma yfir sig. Þegar hann kom út í fyrra skiptið
höfðu hann og menn hans „meir en tylft skjalda ok alla mjök
vandaða ok létu allvænt yfir sér."79 Snorri hélt einnig um sig
erlenda menn, og kann það að hafa þótt virðulegt. Þegar Snorri
deildi við Magnús allsherjargoða var með Snorra maður að nafni
Herburt, „hann var Suðrmaðr [þ.e. Þjóðverji] ok kunni allra
manna bezt við buklara."80 Ari síðar, þegar Snorri fjölmennir á
alþingi, finnast „átta tigir Austmanna í flokki hans alskjaldaðir."81
Líklega hefur Snorri talið sér þetta til tekna og virðingar.
I Sturlungu er lítið minnst á híbýh Snorra í Reykholti. Þó má
ráða í það litla sem stendur. Snorri sefur í skemmu þegar tekið er
hús á honum, hann flýr í lítil hús við skemmuna og felur sig í kjall-
ara þeirra.82 Annars staðar er einnig minnst á húsaskipulag, stofu,
litlustofu og loft yfir henni.83 Arnheiður Sigurðardóttir hefur leitt
rök að því að stofan í Reykholti hafi verið mjög virðuleg og að er-
lendri fyrirmynd.84 Annað hefur varla sæmt höfðingjanum.
Snorralaugar getur fjórum sinnum í Sturlungu85 og forskálans frá
henni og til bæjarins getur einu sinni.86 Snorri lét reisa virki um
bæinn í Reykholti sem getur í Sturlungu. Það má heita undarlegt
hversu auðveldlega vígamenn gengu að Snorra haustið örlagaríka
og kom virkið þá að litlum notum. Spyrja má hvort virkið hafi
verið til varnar eða virðingar? Þegar Snorri verst Orækju í Reyk-
holti 1235 gengu aðkomumenn um virkið „ok varð ekki at sótt."87
79 Sturlunga saga I, bls. 279.
80 Sturlunga saga I, bls. 267.
81 Sturlunga saga I, bls. 269.
82 Sturlunga saga I, bls. 454.
83 Sturlunga saga I, bls. 362, 395, 456, II, bls. 155,171-172.
84 Arnheiður telur að stofan í Reykholti hafi verið sömu gerðar og Raulands-
stofa í Naumudal í Noregi. Hún er talin frá þrettándu öld. Stofuviður
Snorra kom líklega höggvinn frá Noregi til Skagafjarðar. Myndir af
Raulandsstofu að utan og innan má sjá í: Gunnar Karlsson, „Stjórnmála-
maðurinn Snorri", bls. 36-37 (sjá einnig myndatexta eftir Helga Þorláks-
son). - Arnheiður Sigurðardóttir, Híbýlahættir á miðöldum, bls. 12-13, 57.
85 Sturlunga saga I, bls. 319, 388, II, bls. 135, 155. - Rannsóknir benda til að
laug hafi verið í Reykholti löngu fyrir daga Snorra. Ágæta greinargerð um
laugina og sögu hennar má finna í: Þorkell Grímsson, „Gert við Snorra-
laug", bls. 19-45.
86 Sturlunga saga I, bls. 388.
87 Sturlunga saga I, bls. 388.