Saga - 2003, Page 84
82
VIÐAR PÁLSSON
í greininni „Snorri og bræður hans" snýst Torfi H. Tulinius gegn
þessu viðhorfi með hhðsjón af kenningum Bourdieus. Rök Torfa
eru af sama toga og þegar hafa verið færð fram hér um þátt virð-
ingar í valdabaráttu þjóðveldisaldar.94 Mikilvægur hluti virð-
ingaröflunar og viðhalds virðingarinnar hefur verið að sýna and-
legan styrk með þekkingu, visku og orðfimi. Höfðingi var sá sem
vissi best til hluta á sem flestum sviðum. Mjög athyglisverð klausa
í þessu sambandi stendur í Sturlungu og er svona:
Ok í þessum málum [þ.e. deilunum við Magnús allsherjargoðaj
gekk virðing hans [þ.e. Snorra] við mest hér á landi. Hann gerð-
ist skáld gott ok var hagr á allt þat, er hann tók höndum til, ok
hafði inar beztu forsagnir á öllu því, er gera skyldi.95
Hér er Snorri yfir og allt um kring og er það tengt beint við virð-
ingu. Hann er í broddi fylkingar í hverju því sem gera á og veit
manna best hvemig gera á hlutina.96 Bókleg menntun og fræði
hafa vafalaust aflað virðingar og því hefur verið mikilvægt að
hafa bestu forsagnir á þeim vettvangi.97 Menntun og menntalegur
smekkur hafa gjaman verið eitt þeirra tækja sem yfirstéttir nota til
þess að aðgreina sig sem þjóðfélagshóp og afla aukinnar virðing-
ar. Með þessu er á engan hátt kastað rýrð á afrek Snorra á þessum
vettvangi; sagnalist hans er flestum jartein þess sem mannshugur-
inn fær orkað og hstfengi hans er ótvírætt. Snorra var eflaust ljúft
94 Torfi H. Tulinius, „Snorri og bræður hans", bls. 49-58.
95 Sturlunga saga I, bls. 269.
96 Sé Snorri höfundur Eglu, sem er sannfærandi, er ekki annað að sjá en að
hann hafi sjálfur verið meðvitaður um mikilvægi þess að leiðtogar væru
gæddir þessum eiginleika. Þeim Snorra sem Sturla lýsir virðist kippa mjög
í kynið forfeðranna, því að um Kveld-Úlf segir í Eglu: „Svá er sagt, at Úlfr
var búsýslumaðr mikill; var þat siðr hans at rísa upp árdegis ok ganga þá
um sýslur manna eða þar er smiðir váru ok sjá yfir fénað sinn ok akra, en
stundum var hann á tali við menn, þá er ráða hans þurftu; kunni hann til
alls góð ráð at leggja, því at hann var forvitri." Kveld-Úlfur er því einnig
uppi og niðri og þar í miðju, og kann allt best. Egils saga, bls. 4.
97 Höfðingjum sæmdi ekki að standa ráðþrota eða orðlausir, og á það svo
sannarlega við í þessum efnum líka. Það að hafa fróðleik fræðanna á
takteinum hefur verið gjöfult tæki til virðingar. Þegar Snorri sat í skemmt-
un með Skúla hertoga einhverju sinni spurði Skúli hann skyndilega hvort
Óðinn hefði verið nefndur Gautur öðru nafni. Snorri fræddi konung og
orti vísu um þetta fyrir hann. Slík frammistaða hefur verið til upphefðar
en orðfall ekki. Hakonar saga, bls. 172-173.