Saga


Saga - 2003, Page 84

Saga - 2003, Page 84
82 VIÐAR PÁLSSON í greininni „Snorri og bræður hans" snýst Torfi H. Tulinius gegn þessu viðhorfi með hhðsjón af kenningum Bourdieus. Rök Torfa eru af sama toga og þegar hafa verið færð fram hér um þátt virð- ingar í valdabaráttu þjóðveldisaldar.94 Mikilvægur hluti virð- ingaröflunar og viðhalds virðingarinnar hefur verið að sýna and- legan styrk með þekkingu, visku og orðfimi. Höfðingi var sá sem vissi best til hluta á sem flestum sviðum. Mjög athyglisverð klausa í þessu sambandi stendur í Sturlungu og er svona: Ok í þessum málum [þ.e. deilunum við Magnús allsherjargoðaj gekk virðing hans [þ.e. Snorra] við mest hér á landi. Hann gerð- ist skáld gott ok var hagr á allt þat, er hann tók höndum til, ok hafði inar beztu forsagnir á öllu því, er gera skyldi.95 Hér er Snorri yfir og allt um kring og er það tengt beint við virð- ingu. Hann er í broddi fylkingar í hverju því sem gera á og veit manna best hvemig gera á hlutina.96 Bókleg menntun og fræði hafa vafalaust aflað virðingar og því hefur verið mikilvægt að hafa bestu forsagnir á þeim vettvangi.97 Menntun og menntalegur smekkur hafa gjaman verið eitt þeirra tækja sem yfirstéttir nota til þess að aðgreina sig sem þjóðfélagshóp og afla aukinnar virðing- ar. Með þessu er á engan hátt kastað rýrð á afrek Snorra á þessum vettvangi; sagnalist hans er flestum jartein þess sem mannshugur- inn fær orkað og hstfengi hans er ótvírætt. Snorra var eflaust ljúft 94 Torfi H. Tulinius, „Snorri og bræður hans", bls. 49-58. 95 Sturlunga saga I, bls. 269. 96 Sé Snorri höfundur Eglu, sem er sannfærandi, er ekki annað að sjá en að hann hafi sjálfur verið meðvitaður um mikilvægi þess að leiðtogar væru gæddir þessum eiginleika. Þeim Snorra sem Sturla lýsir virðist kippa mjög í kynið forfeðranna, því að um Kveld-Úlf segir í Eglu: „Svá er sagt, at Úlfr var búsýslumaðr mikill; var þat siðr hans at rísa upp árdegis ok ganga þá um sýslur manna eða þar er smiðir váru ok sjá yfir fénað sinn ok akra, en stundum var hann á tali við menn, þá er ráða hans þurftu; kunni hann til alls góð ráð at leggja, því at hann var forvitri." Kveld-Úlfur er því einnig uppi og niðri og þar í miðju, og kann allt best. Egils saga, bls. 4. 97 Höfðingjum sæmdi ekki að standa ráðþrota eða orðlausir, og á það svo sannarlega við í þessum efnum líka. Það að hafa fróðleik fræðanna á takteinum hefur verið gjöfult tæki til virðingar. Þegar Snorri sat í skemmt- un með Skúla hertoga einhverju sinni spurði Skúli hann skyndilega hvort Óðinn hefði verið nefndur Gautur öðru nafni. Snorri fræddi konung og orti vísu um þetta fyrir hann. Slík frammistaða hefur verið til upphefðar en orðfall ekki. Hakonar saga, bls. 172-173.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.