Saga - 2003, Qupperneq 85
,VAR ENGI HÖFÐINGI SLÍKR SEM SNORRI"
83
að sinna fræðunum en alls óvíst er að hann hafi skilið á milli
þeirra og höfðingdóms síns jafngreinilega og síðari tíma mönnum
er tamt. Snorri var mikill sagnameistari, það var menningarlegt
auðmagn.
I eina skiptið sem sagt er frá sagnaritun Snorra er þegar „tók at
batna með þeim Snorra ok Sturlu [Sighvatssyni], ok var Sturla
löngum þá í Reykjaholti ok lagði mikinn hug á at láta rita sögu-
baekr eftir bókum þeim, er Snorri setti saman."98 Þetta var sumar-
ið 1230 og Sturla í óða önn að styrkja sig í valdabaráttunni. Hann
hefur viljað styrkja höfðingdóm sinn á allan mögulegan máta og
em leiðin til þess var að vera menningarlegur og leggja stund á
fræði. Líklega hefur Sturla ætlað að eiga eigin bækur og láta lesa
ser. Höfðingdómurinn og virðingin fólst ekki bara í að semja sig
að réttum smekk og nema fræði heldur líka einfaldlega með því
að eiga bækur. Sjálf þekkjum við hrifningu og aðdáun sem mikil
°g vegleg bókaeign á einkaheimilum getur vakið. Hrifningin, og
virðingin sem hún getur af sér, stafar af því að bækurnar eru dýr-
ar/ vísast margar hverjar fágætar og torfengnar, og staðfesting á
Wenntalegum áhuga eigendanna. Bækur þær sem Snorri setti
saman, og Sturla girntist, voru fokdýrar í framleiðslu. Kunnáttan
til að búa til bækur var heldur ekki allra. Framleiðsla bóka sýndi
því væntanlega bæði ríkidæmi og menningarlegan metnað þess
sem kostaði framleiðsluna. Allt stuðlaði þetta að aukinni virðingu
°g renndi stoðum undir höfðingdóm þess sem í hlut átti.
Líta má á lögsögumannsstarf Snorra sömu augum. Snorri hafði
^ðgsögn 1215-1218 og 1222-1231.99 Lögsögumaður var kjörinn af
lögréttu til þriggja ára í senn og var eini veraldlegi embættismað-
Ur þjóðveldisins. Hlutverk hans var að segja upp lög, þriðjung
Sturlunga saga I, bls. 342. Snorri virðist ekki almennt hafa borið virðingar-
heitið fróði eins og Sæmundur, Ari og fleiri slikir. Þó er því skeytt við nafn
hans í tveimur miðaldaheimOdum, Svínfellinga sögu í Sturlungu og Ættar-
tölu Péturs Jónssonar og Þorleifs ens haga Eyvindarsonar. Sturlunga saga II, bls.
89. - Diplomatarium Islandicum III, bls. 10-13.
99 Islandske Annaler indtil 1578, bls. 23-14,63,124-126,183-185,325-326. í íslend-
mga sögu er einungis tvisvar getið lögsagnar Snorra, fyrst 1230 en síðan
1233. Oljóst er hvenær lögsögu Snorra lýkur í seinna skiptið en flest hnígur
að 1231. - Diplomatarium Islandicum I, bls. 498-501. - Jón Sigurðsson,
//Lögsögumannatal og lögmanna á íslandi", bls. 3,29-30. - Sturlunga saga I,
bls. 342, 362.