Saga - 2003, Side 88
86
VIÐAR PÁLSSON
herjargoða og Snorra, þar sem virðing þess síðarnefnda gekk við
mest að sögn sögunnar, er rifjað upp:
Hann [þ.e. Snorri] orti kvæði um Hákon galin [systurson Sverr-
is konungs, d.1214], ok sendi jarlinn gjafir út á mót, sverð ok
skjöld ok brynju. ... Jarlinn ritaði til Snorra, at hann skyldi fara
útan, ok lézt til hans gera mundu miklar sæmðir. Ok mjök var
þat í skapi Snorra.
Jarlinn lést skömmu síðar og náði Snorri því ekki fundi hans.106
Ekki er tilviljun að Sturla spyrðir saman virðingaraukandi verald-
argengi Snorra og samskipti hans við erlendan stórhöfðingja
skömmu áður. Snorri fór utan að þessum málum loknum og var
forkunnar vel tekið af Skúla og Hákoni, sem þá voru komnir til
ríkis. Hann dvaldist meðal annars á Gautlandi með frú Kristínu,
ekkju Hákonar gahns, og þá af henni mikla sæmd. Hann hafði ort
um hana kvæðið Andvöku að beiðni Hákonar sjálfs og fyrir það
launaði frúin ríkulega: ,,[T]ók hon sæmiliga við Snorra ok veitti
honum margar gjafir sæmihgar. Hon gaf honum merki þat, er átt
hafði Eiríkr Svíakonungr Knútsson. Þat hafði hann, þá er hann
felldi Sörkvi konung á Gestilsreini."107 Að sama skapi hafði hann
miklar virðingar af Skúla og Hákoni konungi. Fyrst gerðu þeir
hann skutilsvein sinn, en þegar Snorri hafði sýnt tungulipurð sína
og fengið Skúla ofan af herförinni til íslands þá hann af þeim kon-
ungi lends manns nafnbót, og af Skúla sjálfum „skipit, þat er hann
fór á, ok fimmtán stórgjafir."108
Virðingarljóma konungs og nafnbótanna, sem enginn íslending-
ur hafði áður þegið svo sæmilegar, hefur stafað um höfðingjann í
Reykholti og aukið menningarlegt auðmagn hans. Snorri færði
Skúla og konungi kvæði og gerði með því allt sem hann gat til
þess að auka hróður og lof þeirra.109 Sjálfur er hann ekki í vafa um
árangur ferðar sinnar eins og marka má af þessum tveimur erind-
um í Háttatali (er. 27,101):
106 Sturlunga saga I, bls. 269.
107 Sturlunga saga I, bls. 271-272.
108 Sturlunga saga I, bls. 277-279. - Hakonar saga, bls. 51-52.
109 Sturlunga saga I, bls. 277-278.