Saga - 2003, Side 89
,VAR ENGIHÖFÐINGISLÍKR SEM SNORRI'
87
ískalda skar ek öldu
eik, vas súð in bleika
reynd, til ræsis fundar
ríks emk kuðr at slíku.
Brjótr þá hersis heiti
hátt, dugir sæmð at vátta,
auðs af jarla prýði
ítrs, - vasa siglt til lítils.
Sunnlendingar, sem á þessum tíma töldu sig eiga Snorra grátt að
Sjalda, beindu óvild sinni í þann farveg að afbaka kvæði hans og
draga dár að honum fyrir samband hans við Skúla, og reiddist
Snorri því mjög.111 Annars er ekki hægt að geta sér til um annað en
að Snorri hafi haft mikla virðingu af vináttu sinni við konung og
jarl. Gjafirnar sem hann þáði voru jarteinir um virðingu hans.
Góðir gripir og erlendur búnaður vöktu gjarnan mikla athygli og
hrifningu, og hægt var einnig að gefa öðrum gjafirnar og binda
sér. Spjótið gullrekna sem Snorri gaf Sighvati bróður sínum er lík-
*ega dæmi um fágætan grip sem hringsólaði milli manna sem
gjöf.m
Snorri fór utan öðru sinni rúinn ríki og væntanlega virðingu
hka. Það er ekki tilviljun að hann leitaði í konungsgarð því að
hann vissi sem var að stuðningur og virðing þaðan skiptu miklu
ef hann ætlaði sér að ná fyrri stöðu á ný. Jarlsnafn er þrungið virð-
ingu og hefur Snorri eflaust bundið vonir við það en málin sner-
Ust í höndunum á honum og þar með átti hann fá eða engin tromp
á hendi. Þegar Snorri féll nýtti konungur sér rétt sinn sem drott-
inn hans og gerði tilkall til eigna hans og ríkis. Hvort sem Snorri
hafði ætlað sér eða Noregskonungi völdin vann hann konungi leið
til valda hérlendis. Mildi konungs og hagur handgenginna manna
hans af konunglegri virðingu voru síður en svo óskilyrt, frekar en
aðrar gjafir, Þetta vissi Snorri mæta vel.113 Því var um að gera að
Sóttak fremð,
sóttak fund konungs,
sóttak ítran jarl,
þá es ek reist,
þá es ek renna gat
kaldan straum kih,
kaldan sjá kili.110
]10 Snorri Sturluson, Edda, bls. 271, 301.
011 Sturlunga saga I, bls. 278-279, 284.
112 Sturlunga saga l, bls. 362.
10 Sbr. 26. erindi Háttatals. Snorri Sturluson, Edda, bls. 271.