Saga - 2003, Page 93
,VAR ENGI HÖFÐINGI SLÍKR SEM SNORRI"
91
Snorri sá fjöldann reyndi hann sem ákafast að flýja og varð að elta
hann langar leiðir áður en hann náðist. Eftir langa bið féllst Snorri
a að koma til baka.125 Sturla sagnaritari virðist hafa haft nokkurt
gaman af þessari sögu og hún er öll hin skoplegasta í Sturlungu.
Spurning er hversu mikið Sturla hefur fært í stílinn í þessu tilviki.
Hafi Snorri flúið vegna ótta við að bróðir hans sviki hann í krafti
naannafla verður ekki annað sagt en að Snorri hafi verið mjög tor-
trygginn og huglítill.
Þegar Órækja sótti að Snorra í Reykholti bjóst Snorri til varnar í
Vlggirtum bænum. Atök urðu engin, heldur samdist með feðgun-
Um áður en til þess kom. Hér virðist Snorri tilbúinn að verjast og
ekki vottar fyrir hugleysi. Hann var meira að segja fjarverandi
Þegar hann frétti af áætlun Órækju og dreif sig til varnar sem
skjótast hann mátti.126
Glæsilegri vörn var þó ekki fyrir að fara þegar Sturla og Sig-
hvatur lögðu undir sig allt ríki hans án nokkurs bardaga. Hinn
snjalli Snorri vissi lítið hvernig best var að haga málum þegar kom
að vopnaviðskiptum og bardögum. Órækja vildi að sótt yrði strax
a móti en Snorri vildi það ekki, og bar fyrir sig hátíðarhelgi.127 Á
næstunni sat Snorri hins vegar í búum sínum á Suðurlandi og
sýndi lítil tilþrif. Hann lét síðan safna liði og vildi endurheimta
sitt með herför, en ekki varð af. Að því loknu fór hann fyrst
suður til búa sinna en síðan utan.128
Frásagnir af hugleysi og heigulshætti Snorra eru þannig ekki
ýkja margar. Heildarmyndin sem fæst af því að rýna í þær er samt
J25 Sturlunga saga I, bls. 386-387.
26 Sturlunga saga I, bls. 387-388.
2 Sturlunga saga I, bls. 289-290. Torfi H. Tulinius hefur varað við því að litið
se a orð Snorra sem aumlegt yfirvarp. Hann bendir á að það sé ekki ótrú-
legt að menn hafi viljað forðast að heija á hátiðum. Hvort sem heigulshátt-
ur Snorra eða trú réði því að hann brá fyrir sig hátíðarhelgi er ekki annað
að sjá en að hann telji sig spila á kirkjusviðinu, og þar með hafi kirkju-
habitusinn boðið honum að haga málum sem kristnum manni sæmdi og
herja ekki á helgum dögum. Þannig spiluðu þeir feðgar Sturla og Sighvat-
Ur á öðru sviði en bræðurnir Snorri og Þórður í þessu tilviki, þeir fyrr-
uefndu á sviði konungshirðar og höfðingdóms en þeir siðarnefndu á sviði
kirkju og kristni. Torfi H. Tulinius, „Guðs lög í ævi og verkum Snorra
Sturlusonar", bls. 31-40. - Torfi H. Tulinius, „Virðing í flóknu samfélagi",
128 6inkum bls- 73-80.
Sturlunga saga I, bls. 397-398, 402, 404, 408-409.